Ójöfnuður innan jafnréttis: Feður, karlmennska og jöfn skipting ábyrgðar

Málefni feðra hefur í samfélagslegri umræðu ekki staðið mjög framarlega. Í þessari ritgerð er föðurhlutverkinu gerð skil á Íslandi með stuðning við mannfræði, kenningar feminískra fræða, karlafræða og samruna mismunabreyta ásamt mannfræðilegum heimildum. Dreypt er á því hvernig og hvers vegna föðurh...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Guðmundur Ingi Halldórsson 1988-
Other Authors: Háskóli Íslands
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2020
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/35273
Description
Summary:Málefni feðra hefur í samfélagslegri umræðu ekki staðið mjög framarlega. Í þessari ritgerð er föðurhlutverkinu gerð skil á Íslandi með stuðning við mannfræði, kenningar feminískra fræða, karlafræða og samruna mismunabreyta ásamt mannfræðilegum heimildum. Dreypt er á því hvernig og hvers vegna föðurhlutverkið fjarlægðist heimili og fjölskyldu með hugmyndinni um fyrirvinnu. Einnig, hvernig síðar hefur verið skapaður farvegur fyrir feður að færa sig nær heimili og fjölskyldu. Karlmennskuhugmyndir, á borð við fyrirvinnu, geta aftrað samfélagslegri og menningarlegri framför í átt að jafnrétti kynjanna. Að sinna hlutverki föðurs hefur tekið breytingum samhliða samfélagslegri þróun manneskjunnar. Foreldrahlutverkið er aldrei auðvelt og fylgir því andlegar og félagslegar áskoranir. Áskoranir þessar eru mismundandi eftir því hvaða samfélagi og mismundabreytum einstaklingar tilheyra. Faðir í menginu fjölskylda þrífst vel á Íslandi. Einstæðir foreldrar á Íslandi eru skilgreindir á tvo vegu, lögheimilisforeldri og umgengnisforeldri. Slík skipting viðheldur ójöfnuði sem íslensk fjölskyldulöggjöf hefur lögfest að ríki og samfélag skuli fjarlægjast, að allar fjölskyldugerðir standi til jafns. Íslenskt samfélag sýnir þó fram á vilja til breytinga, með samkomulagi foreldrar barna sem ekki eru í sambúð og/eða gift koma sér saman um, þrátt fyrir kerfislægar hindranir. Ef samfélag á að breytast þarf kerfið að breytast. The issue of fathers in a societal discourse has not been in the forefront. In this essay the role of the father is examined in Iceland with the support of anthropology, feminist theory, masculinity theory and intersectionality theory along side anthropological sources. How and why the role of the father has been alienated from the home and the family, with the concept of breadwinner is thrown on. As well as, how later there has been created a channel for fathers to move closer to the home and the family. Ideas of masculinity, such as breadwinner, can restrain societal and cultural improvements to gender equality. ...