Vegtenging við Vestmannaeyjar. Kostnaðar- og ábatagreining á jarðgöngum milli lands og Vestmannaeyja

Ísland er land torfærra fjalla og djúpra fjarða. Af þeim sökum eru samgöngumál Íslendingum afar hugleikin, sérstaklega þeim sem á landsbyggðinni búa. Vestmannaeyingar hafa alla tíð þurft að reiða sig á flug- eða sjósamgöngur og hafa þær verið háðar veðri og vindum. Stærðarinnar jarðgangaframkvæmdir...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Víðir Þorvarðarson 1992-
Other Authors: Háskóli Íslands
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2020
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/35220
Description
Summary:Ísland er land torfærra fjalla og djúpra fjarða. Af þeim sökum eru samgöngumál Íslendingum afar hugleikin, sérstaklega þeim sem á landsbyggðinni búa. Vestmannaeyingar hafa alla tíð þurft að reiða sig á flug- eða sjósamgöngur og hafa þær verið háðar veðri og vindum. Stærðarinnar jarðgangaframkvæmdir neðansjávar á síðustu árum, til að mynda í Noregi, hafa endurvakið hugmyndir um jarðgöng milli meginlands Íslands og Vestmannaeyja. Í þessu verkefni er reynt að komast að því hvort slík framkvæmd væri þjóðhagslega hagkvæm. Til að geta lagt mat á þjóðhagslega hagkvæmni Vestmannaeyjaganga var framkvæmd svokölluð kostnaðar- og ábatagreining á jarðgöngum milli meginlands Íslands og Vestmannaeyja, nánar til tekið Heimaeyjar. Kostnaðar- og ábatagreining er kerfisbundin skráning ábataáhrifa og kostnaðaráhrifa, þau áhrif eru svo metin í krónum (gefin vigt), og út frá því ákvarðaður nettóhagnaður fjárfestingarkostsins. Tekjur og kostnaður sem hlýst yfir líftíma ákveðins verkefnis eru vegin og metin, þjóðfélagslegur ábati eða kostnaður hvers árs er núvirtur og lagður saman og loks fæst núvirði verkefnisins með að draga frá upphafskostnað verkefnisins frá þeirri summu. Niðurstöður greiningarinnar á ábata Vestmannaeyjaganga leiddu í ljós þjóðhagslegan ábata upp á tæplega 95,4 milljarða króna. Þegar kostnaður framkvæmdar Vestmannaeyjaganga var greindur komu í ljós tvær tillögur að jarðgöngum þar sem óljóst er að svo stöddu hvort fóðra þurfi með steypukápu einungis fyrstu 3 km norðan af Heimaey eða alla 18 km ganganna. Kostnaður fyrri tillögunnar er tæplega 90,5 milljarðar króna en áætlað er að seinni tillagan kosti rúmlega 139,2 milljarða króna. Göngin yrðu því þjóðhagslega hagkvæm því sem nemur um að bil 4,9 milljörðum ef ódýrari kosturinn er mögulegur en þjóðhagslega óhagkvæm því sem nemur 43,8 milljörðum króna ef nauðsynlegt er að velja dýrari kostinn. Einnig var framkvæmd næmnigreining á vexti umferðar og hlutfalli ferða eftir því hvort ferðir eru vinnutengdar eða farnar í frítíma.