Gefum mæðrum rödd: Þróun og forprófun spurningalista um upplifun erlendra kvenna af virðingu, ákvarðanatöku og mismunun í barneignarþjónustu á Íslandi

Bakgrunnur: Á Íslandi eru innflytjendur u.þ.b 15,6% íbúa og stærsti hópurinn er pólskur. Lítið er vitað um hvernig heilbrigðiskerfið kemur til móts við barnshafandi konur af erlendum uppruna. Ekkert er vitað um upplifun kvenna af erlendum uppruna um virðingu í umönnun, sjálfræði og mismunun þegar ke...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Edythe L. Mangindin 1982-
Other Authors: Háskóli Íslands
Format: Thesis
Language:English
Published: 2020
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/35170
Description
Summary:Bakgrunnur: Á Íslandi eru innflytjendur u.þ.b 15,6% íbúa og stærsti hópurinn er pólskur. Lítið er vitað um hvernig heilbrigðiskerfið kemur til móts við barnshafandi konur af erlendum uppruna. Ekkert er vitað um upplifun kvenna af erlendum uppruna um virðingu í umönnun, sjálfræði og mismunun þegar kemur að barneignarþjónustu þessa hóps. Markmið: Markmiðið var að þróa og forprófa spurningalista um upplifun barnshafandi kvenna af erlendum uppruna á Íslandi með tilliti til virðingar í umönnun, sjálfræðis í ákvarðanatöku og mismunun í barneignaþjónustu með stöðluðum mælitækjum. Aðferðafræði: Spurningalistinn var aðlagaður íslenskum aðstæðum og fól í sér spurningar um félagslýðfræðilega þætti, fæðingaútkomur og eftirfarandi stöðluð mælitæki: Mothers on Respect Index (MORi), Mother’s Autonomy in Decision Making (MADM) og Mistreatment of Care Providers in Childbirth (MCPC). Listinn var þýddur á pólsku og var forprófaður á ensku og pólsku. Þátttakendur voru valdir með tilgangsúrtaki og snjóboltaaðferð með eftirfarandi skilyrðum: 1) kona af erlendum uppruna; 2) barnsburður á Íslandi á síðustu 5 árum; og 3) ensku- eða pólskukunnátta. Þátttakendur voru beðnir um að leggja fram skriflegt mat á virkni, sniði, skilningi, svarmöguleikum og viðbragðstíma spurningalistans. Niðurstöður: Ellefu enskumælandi og 6 pólskumælandi konur tóku þátt í forprófunni. Skriflegt mat þátttakenda á spurningalistanum leiddi til smávægilegra breytinga á sniði, orðalagi og svarmöguleikum spurningalistans. Í lokin innihélt spurningalistinn 64 spurningar. Svartími þátttakenda var 20 mínútur að meðaltali. Ályktun: Niðurstöður benda til þess að spurningalistinn sé gagnleg aðferð til að meta reynslu kvenna af erlendum uppruna af barneignarþjónustu á Íslandi og er aðgengilegur, skiljanlegur og auðveldur að svara á ensku og pólsku. Með notkun spurningalistans er hægt að safna gögnum til að skilja upplifun þeirra og bæta þjónustu fyrir þennan viðkvæma hóp. Lykilorð: innflytjendur, barneignarþjónusta, virðing, sjálfræði, mismunun Background: In Iceland, ...