,,Það er einhver svona ævintýraþrá sem kallar á mig": Sjókajak leiðangrar umhverfis Ísland.

Þessi rannsókn er byggð á frásögnum fjögurra aðila sem eiga það sameiginlegt að stunda sjókajak róður. Þrír af þeim viðmælendum sem rætt var við hafa róið á sjókajak umhverfis Ísland og eru þeir leiðangrar viðfangsefni þessarar rannsóknar. Rannsóknarspurningin sem leitað er að því að svara er hverni...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Arndís Dögg Jónsdóttir 1990-
Other Authors: Háskóli Íslands
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2020
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/35129
Description
Summary:Þessi rannsókn er byggð á frásögnum fjögurra aðila sem eiga það sameiginlegt að stunda sjókajak róður. Þrír af þeim viðmælendum sem rætt var við hafa róið á sjókajak umhverfis Ísland og eru þeir leiðangrar viðfangsefni þessarar rannsóknar. Rannsóknarspurningin sem leitað er að því að svara er hvernig langir leiðangrar geta haft áhrif á einstaklinginn og hvernig getum við litið á ferðalagið út frá þjóðfræðilegum sjónarmiðum. Leiðangur umhverfis Ísland tekur um einn og hálfan til þrjá mánuði og á þeim tíma er einstaklingur að miklu leyti einn á ferðinni. Þá þurfa einstaklingar að byggja sér upp nýja rútínu og breyta sínu dagsverki. Þetta getur breytt veruhætti einstaklingsins lítillega á meðan á leiðangri stendur sem og eftir hann. Þá er leiðangurinn sjálfur ákveðinn jaðartími þar sem reglur leiðangurs gilda og menn eru að einhverju leyti á milli heima. Upplifanir sem einstaklingar lenda í á þessu ferðalagi geta breytt þeirra lífssýn og eru þá dæmi um það í þessari rannsókn.