Viðarmagnsspá fyrir Vesturland

Hagsmunaaðilar í skógrækt á Vesturlandi hafa mikla trú og áhuga á framtíð skógar-auðlindarinnar. Því er þetta verkefni tilkomið með það að markmiði svara spurningum um stöðu skóga og spá fyrir um framtíða vöxt þeirra á Vesturlandi. Allt starfssvæði Vesturlandsskóga var tekið fyrir í þessu verkefni,...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Ellert Arnar Marísson 1991-
Other Authors: Landbúnaðarháskóli Íslands
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2020
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/35062
Description
Summary:Hagsmunaaðilar í skógrækt á Vesturlandi hafa mikla trú og áhuga á framtíð skógar-auðlindarinnar. Því er þetta verkefni tilkomið með það að markmiði svara spurningum um stöðu skóga og spá fyrir um framtíða vöxt þeirra á Vesturlandi. Allt starfssvæði Vesturlandsskóga var tekið fyrir í þessu verkefni, eins og það var fram til ársins 2016, frá Gilsfjarðarbotni í norðri og Strandaheiði í suðri. Gögn frá íslensku landsskógarúttektinni (ÍSÚ) ásamt reiknilíkaninu Ice-Forest voru notuð til að greina og spá fyrir um stöðu skóga landshlutans til næstu 30 ára. Í þessu verkefni var leitast við að svara eftirfarandi spurningum: i) Hvað er stórt hlutfall af öllum ræktuðum skógum landshlutans nýtanlegt til timburvinnslu í dag? ii) Hvar eru þeir staðsettir? Hvernig dreifist eignarhald þeirra? Og að lokum, iv) spá fyrir um vöxt þessara nýtanlegu skóga með líkaninu IceForest. Tvær sviðsmyndir voru settar fram í líkaninu til að meta hvernig skógarnir þróuðust með tilliti til standandi rúmmáls og kolefnisforða, eftir því hvort þeir væru nytjaðir á tímabilinu (sviðsmynd 2; S2) eða ekki (sviðsmynd 1; S1). Nettóflatarmál nýtanlegra ræktaðra skóga á Vesturlandi var metið 2.870 ha (± 630), en það var einungis 47% af öllum ræktuðum skógum á Vesturlandi sem þekja 7.000 (± 640) ha árið 2017. Meirihluti þessara nýtanlegra skóga var staðsettur í kringum höfuðborgarsvæðið og á sunnanverðu Vesturlandi til og með Skorradal. Um þriðjungur af nýtanlegum skógum var í eigu ríkisins, annar þriðjungur í einkaeigu og síðasti þriðjungurinn í eigu félaga og skógræktarsamtaka. Um 77% ónýtanlegra skóga á Vesturlandi fékk það mat vegna tveggja flokka: „stofnar of kræklóttir“ eða „vöxtur of lítill“. Sviðsmyndir S1 og S2 gerðu báðar ráð fyrir standandi rúmmáli í nýtanlegum skógum uppá um 110.000 m3 (± 50.000) árið 2019, við upphaf spárinnar. Standandi rúmmál jókst í um 680.000 m3 (±200.000) við lok spár árið 2049 í S1 sem var án nýtingar. Standandi rúmmál jókst minna, eða í um 410.000 m3 (±130.000) við lok spár árið 2049 í S2, þar sem grisjanir, lokahögg og ...