Summary: | Rannsóknir hafa sýnt fram á hvernig stjórnendur standa frammi fyrir miklum áskorunum og því er vinnuálag þeirra mikið. Álagið tengist aðallega stjórnunar og rekstarlegri ábyrgð þeirra eins og samskiptum við starfsfólk og eigendur sem geta verið mjög krefjandi en helstu birtingamyndir álags eru oftast streita og önnur veikindi. Markmið þessarar rannsóknar er að skoða helstu áhrifaþætti og birtingarmyndir álags meðal stjórnenda í íslenskri ferðaþjónustu. Rannsóknin var eigindleg viðtalsrannsókn þar sem tekin voru viðtöl við átta stjórnendur í ferðaþjónustu. Leitast er eftir því að skilja upplifun og reynslu viðmælenda af vinnuálagi og hvaða áhrif vinnuálagið hafi á þá. Niðurstöður rannsóknarinnar benda til þess að helsta álag á stjórnendur er það sem snýr að fjárhagslegri ábyrgð þeirra sem stjórnendur. Einnig gefa niðurstöður til kynna að stjórnendur upplifi samskipti oft sem krefjandi, bæði við starfsmenn og eigendur eða aðra hagsmunaðila. Stjórnendur upplifa að vinnudagarnir eru mis krefjandi. Dagarnir eru ólíkir, ófyrirsjáanlegar aðstæður koma oft upp sem getur haft áhrif á svefn og heilsu þeirra og jafnvel samveru með fjölskyldunni. Hugtök: Stjórnendur, Ferðaþjónusta, Áhrifaþættir álags, Birtingamyndir álags Researches have shown that managers often face a range of challenges resulting in increased workload. It is mostly related to managerial and operational responsibility like communication with their employees and business owners who can be very demanding. Main manifestation for work related pressure are stress and other illnesses. The aim of this study is to describe and understand stress among managers in the tourism industry in Iceland and its main influencing factors and manifestation. Using qualitative methodology, interviews were conducted with eight persons in travel industry. The goal is to understand participants experience when it comes to work related pressure and the effect it has on them. The conclusion of the research implies that financial responsibility is the most stress related factor ...
|