Markaðsáætlun : nýtt fyrirtæki á íslenskum rafverktaka markaði

Byggingariðnaður hefur aukist á undanförnum árum og sveinum í rafvirkjun fjölgað jafnt og þétt. Ný tækifæri hafa skapast og áherslur á rafverktaka markaði breyst. Megintilgangur verkefnisins var að búa til markaðsáætlun fyrir nýtt fyrirtæki á íslenskum rafverktaka markaði. Markaðsáætlunin er samanse...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Viktor Örn Guðmundsson 1996-
Other Authors: Háskólinn á Bifröst
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2020
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/35041
Description
Summary:Byggingariðnaður hefur aukist á undanförnum árum og sveinum í rafvirkjun fjölgað jafnt og þétt. Ný tækifæri hafa skapast og áherslur á rafverktaka markaði breyst. Megintilgangur verkefnisins var að búa til markaðsáætlun fyrir nýtt fyrirtæki á íslenskum rafverktaka markaði. Markaðsáætlunin er samansett af fimmtán aðskildum köflum en hún hefst á fræðilegum bakgrunni þar sem fjallað er um helstu hugtök sem notuð voru við gerð verkefnisins t.d. fimm krafta líkan Porter‘s, SVÓT og PESTLE. Aðferðafræðin sem nýtt var við gerð verkefnisins var sex þrepa líkan Philips Kotler og Kevin Lane Kellar. Fjallað var um fyrirtækið og aðgreiningu þess frá núverandi samkeppnisaðilum, innri og ytri greining framkvæmd þar sem markaðurinn var skilgreindur sem og markaðs aðstæður. Eigindleg rannsókn var framkvæmd til að efla skilning höfundar á markaðnum sem og til að kynnast áætlunum eiganda fyrirtækisins, hvernig hann sér það fyrir sér og hvernig markaðssetningu hann vill fara út í. Helstu niðurstöður leiddu í ljós að samkeppnisaðilar voru fáir á markaðnum og aðeins var eitt fyrirtæki sem bauð upp á nákvæmlega sömu þjónustu á markaðnum. Áhrifaþættir í ytra umhverfi geta einnig haft mjög mikil áhrif á fyrirtækið t.d. öll þau leyfi og samþykktir frá Mannvirkjastofnun sem fyrirtækið þarf að búa yfir. Eldgos getur einnig haft mikil áhrif á markaðinn í heild sinni og sökum öskufalls geta síubirgðir klárast á landinu ef flugsamgöngur skerðast, hefur þetta áhrif á öll fyrirtæki sem starfa á rafverktaka markaðnum. Mikilvægt er fyrir fyrirtækið að sérhæfa sig en við það minnkar fjöldi beinna samkeppnisaðila á markaðnum. Framtíðarhorfur eru þó nokkuð bjartar fyrir fyrirtækið þar sem mörg tækifæri liggja í markaðnum með áframhaldandi tækniframförum og veðurfarsbreytingum. The construction industry has grown in recent years and the number of graduated electricians has increased steadily. New opportunities have arisen, and the emphasis of the electrical contractor market has changed. Therefore, the main purpose of the project was to create a ...