Árangursrík vöruþróun? Einkennandi þættir í vöruþróunarferli fyrirtækja á Íslandi og hlutverk neytenda í ferlinu

Viðfangsefni þessarar rannsóknarskýrslu snýr að greiningu og framsetningu lykilþátta í vöruþróunarferli fyrirtækja á Íslandi. Rannsakað var hvort íslensk fyrirtæki stundi vöruþróun á árangursríkan hátt, með hliðsjón af þátttöku hins almenna neytanda. Rannsóknin var framkvæmd með blönduðum rannsóknar...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Helena Rós Trygggvadóttir 1996-
Other Authors: Háskólinn á Bifröst
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2020
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/35037
Description
Summary:Viðfangsefni þessarar rannsóknarskýrslu snýr að greiningu og framsetningu lykilþátta í vöruþróunarferli fyrirtækja á Íslandi. Rannsakað var hvort íslensk fyrirtæki stundi vöruþróun á árangursríkan hátt, með hliðsjón af þátttöku hins almenna neytanda. Rannsóknin var framkvæmd með blönduðum rannsóknaraðferðum, þá hvort tveggja eigindlegum og megindlegum. Skyggnst var inn í vöruþróunarferli fyrirtækja á mismunandi mörkuðum þar sem tekin voru viðtöl við sérfræðinga á fræðasviðinu og rýnt var í fyrri rannsóknir á viðfangsefninu. Þá var spurningakönnun lögð fyrir almenning. Rannsóknarspurningin sem leitast var eftir að svara var: Hvernig er vöruþróun íslenskra fyrirtækja háttað og hvert er hlutverk neytenda í ferlinu? Fræðilegur bakgrunnur rannsóknarinnar byggir á fyrirliggjandi fræðum sem og fyrri rannsóknum á viðfangsefninu. Niðurstöður rannsóknarinnar eru settar fram með þemagreiningu, myndrænum hætti og lýsandi tölfræði. Að lokum má finna hagnýtar tillögur sem ætlað er að hafa leiðbeinandi gildi fyrir fyrirtæki sem bæta vilja vöruþróunarferli sitt. Athuga skal að ekki er unnt að alhæfa niðurstöður rannsóknarinnar yfir á öll fyrirtæki á Íslandi né skýrir hún frá þátttöku allra Íslendinga en þó gefur hún greinargóða mynd af raunverulegri stöðu vöruþróunarmála hér á landi. Niðurstöður benda til þess að skortur er á stefnumótunarvinnu og markaðsrannsóknum tengdum vöruþróun innan íslenskra fyrirtækja. Greining á markaðsumhverfinu er gríðarlega mikilvæg þar sem mikil samkeppni er. Mikilvægt er að greina þarfir og kröfur neytenda áður en farið er út í þróunarferlið og með því að hafa neytandann með í ferlinu er auðveldara að uppfylla þarfir viðskiptavinarins. Að síðustu er mikilvægt að stjórnendur hafi í huga að vöruþróun er fjölþætt ferli sem krefst þess að því sé sinnt að alvöru. Neytendur geta tekið enn frekar þátt í ferlinu og mikið svigrúm er til úrbóta á sviði vöruþróunar hér á landi. The subject of this research report is to analyse and present the key elements in the product development process within companies ...