Skiptir upprunaábyrgð raforku á Íslandi máli?

Í þessari ritgerð er leitast við að kanna hvort viðskiptalegur uppruni raforku á Íslandi skipti máli. Umhverfismál fá sífellt meiri athygli og umfjöllun. Ákall ungs fólks um öflugri aðgerðir í loftslagsmálum hefur verið áberandi á meðan á skrifum þessum hefur staðið. Með tilkomu skráningar uppruna r...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Fríður Birna Stefánsdóttir 1960-
Other Authors: Háskólinn á Bifröst
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2020
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/35035
Description
Summary:Í þessari ritgerð er leitast við að kanna hvort viðskiptalegur uppruni raforku á Íslandi skipti máli. Umhverfismál fá sífellt meiri athygli og umfjöllun. Ákall ungs fólks um öflugri aðgerðir í loftslagsmálum hefur verið áberandi á meðan á skrifum þessum hefur staðið. Með tilkomu skráningar uppruna raforku í formi upprunaábyrgða hafa íslensku raforkufyrirtækin hafið útflutning upprunaábyrgða í miklu mæli, sem hefur breytt uppruna raforku á Íslandi úr því að vera einungis frá endurnýjanlegum uppruna í að vera að meirihluta frá kjarnorku og jarðefnaeldsneyti. Farið er yfir undanfara og tilgang tilskipunar Evrópusambandsins um skráningu uppruna raforkuframleiðslu og viðskipti með upprunaábyrgðir. Sem hluti af Evrópska efnahagssvæðinu hefur tilskipunin verið staðfest á Íslandi. Farið er yfir raforkumarkaðinn á Íslandi og leitast við að kanna hvort og þá hver áhrif tilskipunin um upprunaábyrgð raforku hefur haft á þann markað. Það er niðurstaða höfundar að upprunaábyrgðir raforku skipti ekki miklu máli á Íslandi í dag, en líklegt sé að það geti breyst áður en langt um líður. In this thesis, the aim is to examine whether commercial sources of electricity is of importance in Iceland. There has been increasing focus on the environment and the importance of renewable resources in all production. Young people's call for stronger action against climate change has been evident during the writing of the thesis. Registration of the origin of electricity in the form of certificates has resulted in extensive export of certificates by the Icelandic electricity producers. That has changed the origin of electricity in Iceland from being only from renewable sources to mostly from nuclear and fossil fuel. The background and purpose of the European Union directive on registration of the origin of electricity and trade of certificates of origin are examined. The EU directive has been adopted in Iceland as part of the European Economic area. The electricity market in Iceland is examined and efforts are made to determine whether and ...