Staða mannauðsstjórnunar í íslensku verslunarfyrirtæki : upplifun stjórnenda og starfsfólks á mannauðsmálum fyrirtækisins

Viðfangsefni þessarar rannsóknarskýrslu snýr að greiningu og framsetningu lykilþátta mannauðsmála innan fyrirtækis sem starfar í verslunargeiranum á Íslandi. Rannsakað var hvort að tiltekið fyrirtæki styðjist við fræði mannauðsmála í daglegum rekstri. Markmið rannsóknarinnar var að gera grein fyrir...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Ástrós Hákonardóttir 1992-
Other Authors: Háskólinn á Bifröst
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2020
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/35032
Description
Summary:Viðfangsefni þessarar rannsóknarskýrslu snýr að greiningu og framsetningu lykilþátta mannauðsmála innan fyrirtækis sem starfar í verslunargeiranum á Íslandi. Rannsakað var hvort að tiltekið fyrirtæki styðjist við fræði mannauðsmála í daglegum rekstri. Markmið rannsóknarinnar var að gera grein fyrir upplifun stjórnenda og starfsfólks á mannauðsmálum innan fyrirtækisins. Þá er vonin að útkoma rannsóknarinnar geti gefið skýra mynd af mannauðsmálum fyrirtækisins. Rannsóknarspurningar eru svohljóðandi: Nýta stjórnendur fyrirtækisins sér fræði mannauðsmála í daglegum rekstri? Er samræmi milli útibúa fyrirtækisins varðandi starfsánægju? Framkvæmd rannsóknarinnar fór fram með tilviksrannsókn jafnt og eigindlegum- og megindlegum rannsóknaraðferðum. Tekin voru viðtöl við stjórnendur fyrirtækisins og spurningakönnun lögð fyrir starfsfólk. Fræðilegur bakgrunnur byggist eingöngu á fyrri rannsóknum á viðfangsefninu sem og fyrirliggjandi fræðum. Niðurstöður eru settar fram með þemagreiningu, lýsandi tölfræði og myndrænum hætti. Að lokum má finna hagnýtar tillögur sem ætlað er að hafa leiðbeinandi gildi fyrir viðkomandi fyrirtæki. Taka skal til athugunar að niðurstöður rannsóknarinnar eiga einungis við þau tilvik sem rannsóknin snýr að, fyrirtækið sjálft. Benda niðurstöður til þess að mannauðsmálum er sinnt af prýði innan fyrirtækisins. Engin skilgreind mannauðsstefna er þó innan fyrirtækisins en stjórnendur virðast þó átta sig á mikilvægi hennar og nota fræði mannauðsstjórnunar á einhvern máta. Einnig gefa niðurstöður til kynna að mikil starfsánægja ríkir innan fyrirtækisins. The subject of this research report is to analyse and present the key human research metrics of a company within the retail industry in Iceland. The research analysed whether the company used the theories of human resource management in their daily operation. The goal of the research was to be able to define the perspective of both upper management and other employees of how the human resource management is handled within the company. The purpose of the ...