„Því leikhúsið lokkar“ : hvert er bakland átta áhugaleikfélaga og hlutverk nærsamfélagsins í starfsemi þeirra?

Í þessari rannsókn er starfsemi átta áhugaleikfélaga á Íslandi rannsökuð með tilliti til baklands þeirra og út frá viðhorfi þeirra viðmælenda sem tóku þátt en á Íslandi starfa tæplega 50 áhugaleikfélög vítt og breitt um landið. Markmið rannsóknarinnar er að komast að því hver staða áhugaleikfélaga e...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Fanney Valsdóttir 1969-
Other Authors: Háskólinn á Bifröst
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2020
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/35022
Description
Summary:Í þessari rannsókn er starfsemi átta áhugaleikfélaga á Íslandi rannsökuð með tilliti til baklands þeirra og út frá viðhorfi þeirra viðmælenda sem tóku þátt en á Íslandi starfa tæplega 50 áhugaleikfélög vítt og breitt um landið. Markmið rannsóknarinnar er að komast að því hver staða áhugaleikfélaga er í íslensku samfélagi, hvernig starfsemi þeirra er háttað og hvað það er í samfélaginu sem skiptir máli fyrir áhugaleikfélög til að þau nái að blómstra. Leikfélögin voru valin með hliðsjón af virkni þeirra innan raða áhugaleikfélaga á Íslandi undanfarin ár en staðsetning þeirra réði einnig að einhverju leyti. Viðmælendur voru valdir með það í huga að þeir hefðu reynslu af stjórnarstörfum innan hreyfingarinnar og notast var við hálfopin viðtöl til að ná sem mestri dýpt í viðtölin. Helstu niðurstöður rannsóknarinnar gefa vísbendingu um að bakland áhugafélaganna sé nokkuð sterkt og að helsta hlutverk nærsamfélagsins sé að tryggja öruggt húsnæði fyrir starfsemi félaganna svo að sköpunarkrafturinn sem býr í meðlimum félaganna fái notið sín. In this study, the endeavor of eight amateur theatre companies in Iceland are examined regarding the foundations of the theater as well as the opinion of the representative that participated, regarding that in Iceland there are about 50 amateur theatre companies operating across the country. The aim of the study is to determine the status of amateur theatre companies in Icelandic society, how they operate and what in the community is significant for amateur theatre companies for it to flourish. The theatre companies were chosen based on their activity in compare of other amateur theaters in Iceland in recent years, but their location also predominated to some extent. Representatives were selected regarding their experience in management positions within the movement exerting semi-open interviews to connect with them on a deeper level in a relaxed environment. The main findings of the study indicate that amateur theatre companies in Iceland have quite strong foundations and the main ...