"Einhvers konar straumar" : reynsla nýliða með annað móðurmál en íslensku af því að hefja störf í íslenskum leikskólum

Markmið þessarar rannsóknar var að kanna upplifun og reynslu nýliða með annað móðurmál en íslensku af því að hefja störf í íslenskum leikskólum, hvernig það upplifði móttökurnar og aðlögun sína að vinnustaðnum, samstarfsfólkið, tungumálið og menninguna. Notuð var eigindleg rannsóknaraðferð en gengið...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Sólveig Dögg Larsen 1974-
Other Authors: Háskóli Íslands
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2020
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/35013
Description
Summary:Markmið þessarar rannsóknar var að kanna upplifun og reynslu nýliða með annað móðurmál en íslensku af því að hefja störf í íslenskum leikskólum, hvernig það upplifði móttökurnar og aðlögun sína að vinnustaðnum, samstarfsfólkið, tungumálið og menninguna. Notuð var eigindleg rannsóknaraðferð en gengið út frá fyrirbærafræðilegri nálgun. Þátttakendur voru átta talsins, allt konur sem höfðu starfað allt frá átta mánuðum upp í fimm ár í íslenskum leikskóla. Konurnar voru starfandi í nokkrum leikskólum í Reykjavík þegar rannsóknin var gerð. Tekin voru hálfstöðluð viðtöl þar sem leitast var við að varpa ljósi á upplifun þeirra. Meginniðurstöður rannsóknarinnar benda til þess að þátttakendur telji starfsanda á vinnustaðnum skipta sköpum þegar kemur að því að hefja störf í íslenskum leikskóla. Þær upplifðu allar óöryggi í þessum aðstæðum til að byrja með og þá sérstaklega vegna vankunnáttu í að tala íslensku. Það hvernig þeim gekk að komast inn í starfið og tileinka sér starfshættina og tungumálið valt mikið til á því hvort að starfsmannahópurinn tók vel á móti þeim eða ekki og hvort að þeim var veitt hlutdeild í verkefnum. Það kom einnig í ljós að flestir þátttakendanna höfðu farið á íslenskunámskeið en ekki þótti öllum þau nægilega hagnýt. Þá þótti skorta talþjálfun og sérhæfða kennslu sem hæfir leikskólastarfsfólki. Flestir viðmælendurnir töluðu um að námskeiðin væru oft þung og umfangsmikil og að mestu utan vinnutíma. Þeir sem ekki höfðu sótt námskeið töluðu um að ástæðan væri einmitt tímaleysi og krefjandi verkefnavinna sem legðist ofan á þreytu eftir fullan vinnudag í leikskóla. Niðurstöðurnar geta nýst skólayfirvöldum og stjórnendum leikskóla til þess að bæta vinnubrögð við móttöku starfsfólks með annað móðurmál en íslensku sem er mikilvægur hluti af fjölbreyttum starfsmannahópi leikskólanna. The aim of this research was to explore the experience of new eployees whith a foreign mother tongue when starting to work in Icelandic playschools, how they experienced the reception and the induction period in the ...