Vináttuverkefni Barnaheilla : forvörn gegn einelti

Markmið þessarar rannsóknar var að kanna notkun leikskólakennara á Vináttuverkefni Barnaheilla og athuga hvort að þeir telji að verkefnið sé að skila sér til barnanna. Vináttuverkefni Barnaheilla er forvarnarverkefni gegn einelti sem notað er í um 47% íslenskra leikskóla (Barnaheill, e.d.). Eftir að...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Anna Björnsdóttir 1989-
Other Authors: Háskóli Íslands
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2020
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/34989
Description
Summary:Markmið þessarar rannsóknar var að kanna notkun leikskólakennara á Vináttuverkefni Barnaheilla og athuga hvort að þeir telji að verkefnið sé að skila sér til barnanna. Vináttuverkefni Barnaheilla er forvarnarverkefni gegn einelti sem notað er í um 47% íslenskra leikskóla (Barnaheill, e.d.). Eftir að verkefnið var gefið út hér á landi hefur aðeins verið gerð ein rannsókn á efninu. Sú rannsókn átti sér stað skólaárið 2014-2015 þegar verkefnið var fyrst gefið út, þátttakendur voru þá alls 24 og komu frá sex mismunandi leikskólum (Lára Rún Sigurvinsdóttir, Sigrún Sif Jóelsdóttir og Kristín E. Harðardóttir, 2015). Ákvað höfundur að endurgera fyrri rannsókn til þess að athuga gengi verkefnisins nú til dags. Rannsóknin fólst í spurningalista sem sendur var út á þá leikskóla sem vinna með Vináttuverkefni Barnaheilla. Spurningalistinn fólst í krossaspurningum þar sem spurt var um þekkingu þátttakenda á efninu, hvernig þeir nýta sér verkefnið og hvort að þeir telji það beri árangur. Niðurstöður sýna að þátttakendurnir voru flestir sammála um að verkefnið hafi hjálpað þeim að öðlast þekkingu á einelti og birtingamyndum þess. Niðurstöður sýna að er að ná kennsluefnið sem fylgir með nái til barnanna sem og starfsfólks innan leikskólanna sem tóku þátt í rannsókninni. Niðurstöður rannsóknar þessarar eru sambærilegar niðurstöðum fyrri rannsóknar. Höfundur telur að mikilvægt sé að kanna gengi verkefnisins reglulega og sjá hvort að það þurfi að breyta einhverju í tengslum við það svo að leikskólar hætti ekki að nýta sér efnið þar sem að það er að bera árangur nú til dags. Með rannsókn þessari er hægt að sjá hvaða áhrif Vináttuverkefni Barnaheilla hefur á leikskólum og niðurstöður sýna að með fræðslu um vináttu er hægt að kenna ungum börnum hvað einelti er og hvernig má koma í veg fyrir það. The purpose of this research was to examine the use of the project Free of bullying – Save the children Iceland by presschools teachers, and to investigate if they think that the project is getting through to the children. Free of bullying – ...