„Ég sé þetta sem svo stóra gjöf“ : reynsla hvítra íslenskra mæðra af að eiga og ala upp börn af blönduðum uppruna

Hvítum mæðrum sem eiga börn af blönduðum uppruna (e. multiracial) hefur hingað til ekki verið veitt mikil athygli í félags- og menntarannsóknum á Íslandi. Rannsóknir hér á landi hafa beinst meira að sjálfsmynd einstaklinga sem eru af blönduðum uppruna, ásamt reynslu kvenna af því að vera í sambandi...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Anna Árnadóttir 1982-
Other Authors: Háskóli Íslands
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2020
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/34987
Description
Summary:Hvítum mæðrum sem eiga börn af blönduðum uppruna (e. multiracial) hefur hingað til ekki verið veitt mikil athygli í félags- og menntarannsóknum á Íslandi. Rannsóknir hér á landi hafa beinst meira að sjálfsmynd einstaklinga sem eru af blönduðum uppruna, ásamt reynslu kvenna af því að vera í sambandi við menn af erlendum uppruna (e. interracial relationship). Markmið þessarar rannsóknar er hinsvegar að ljá hvítum mæðrum á Íslandi rödd og fá þær til að segja frá reynslu sinni af því að eignast börn með erlendum mönnum sem eru dökkir á hörund (e. men of color). Tekin voru viðtöl við sjö hvítar íslenskar mæður og rætt við þær um reynslu þeirra. Stuðst er við feminískar kenningar um samtvinnun (e. intersectionality) og fyrirbærafræði til að skoða hvernig ólíkir þættir eins og aldur, kyn, kyngervi, stéttarstaða, menntun, trú o.fl. fléttast saman og auka félags- og menningarbundinn valdamismun. Niðurstöður benda til þess þrátt fyrir að hvítar íslenskar mæður séu meðvitaðar um rasisma í íslensku samfélagi, hugsa þær minna um hvít forréttindi sín (e. white privilege). Þær telja einnig að þeirra eigin forréttindi yfirfærist sjálfkrafa á börnin þrátt fyrir reynslu barnsfeðra þeirra af rasisma og fordómum gegn dökku litarhafti á Íslandi. Margir viðtalenda í þessari ritgerð höfðu viðteknar hugmyndir um kynþátta¬jafnrétti á Íslandi og voru haldnar hugmyndum um „litblindu“ (e. color-blindness) á hörundslit, sem einnig hafði áhrif á uppeldisfræðilegar hugmyndir þeirra. Rannsóknin er mikilvæg hvað varðar innsýn á þá þætti sem hafa áhrif á velferð barna sem eru dökk á hörund, einkum þegar kemur að aðlögun þeirra að samfélaginu og baráttu gegn fordómum og fáfræði sem stuðla að rasisma í íslensku samfélagi. White mothers of multiracial children have so far not received much attention in social and educational studies in Iceland. The focus has primarily been on the racial identity of individuals of mixed origins or experiences of women in interracial relationships. The purpose of this research is to lend this group a voice in order ...