Mögulegir námsörðugleikar : hvaða ferli tekur við í grunnskólum á Akureyri?

Tilgangur þessarar ritgerðar var að kanna hvernig brugðist er við í grunnskólum á Akureyri þegar grunur um mögulega námsörðugleika vaknar. Hvort það sama gerist í öllum grunnskólum á Akureyri eða hvort munur sé á milli grunnskólanna. Rannsóknarspurningin var: Hvernig er brugðist við þegar upp kemur...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Hafdís María Tryggvadóttir 1979-
Other Authors: Háskólinn á Akureyri
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2019
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/34982
Description
Summary:Tilgangur þessarar ritgerðar var að kanna hvernig brugðist er við í grunnskólum á Akureyri þegar grunur um mögulega námsörðugleika vaknar. Hvort það sama gerist í öllum grunnskólum á Akureyri eða hvort munur sé á milli grunnskólanna. Rannsóknarspurningin var: Hvernig er brugðist við þegar upp kemur grunur um námsörðugleika hjá nemanda í grunnskólum á Akureyri? Rannsóknin var eigindleg og byggir á viðtölum við sjö viðmælendur úr sjö grunnskólum á Akureyri. Niðurstöðurnar voru að sum börn, sértaklega þau sem eiga í miklum vanda, voru greind áður en þau komu í grunnskóla. Í grunnskólum gerist lítið fyrstu tvö árin, þó eru lagðar fyrir skimanir og fylgst með nemendum. Yfirleitt nefnir skólinn vandann fyrst, sjaldan foreldrar nema að um vægan vanda sé að ræða. Skólarnir sáu yfirleitt um að greina lestrar- og stærðfræðivanda en leituðu einnig til fræðslusviðs Akureyrar um námslegar og sálrænar greiningar. Með skimunarfundum fræðslusviðs fá foreldrar og skóli bráðabirgðaniðurstöður, þannig er hægt að bregðast fyrr við. Greiningin veitir börnum og foreldrum skýringar á hvað er að og leiðbeiningar um viðbrögð. Kennarar fá staðfestingu á grun og skólinn fær aukið fjármagn með sumum greiningum. Helsta gagnrýnin á fræðslusvið var að greiningar taka oft of langan tíma. Ánægja var með skimunarfundi fræðslusviðs, leiðbeiningar og að sérfræðingarnir komu meira inn í bekkina en áður. Viðmælendur voru ánægðir með hvernig tekið er á málum innan sinna skóla. Innan skólanna var þó lítið rætt um greiningar í samhengi við stefnuna skóli án aðgreiningar. Flýta mætti því ferli að greina námsörðugleika til að geta brugðist við niðurstöðum sem fyrst og auka enn frekar aðgengi að sérfræðingum. Nýta má betur þau ferli og úrræði sem taka á námsörðugleika, skýra það sem er óljóst og gera áætlanir þar sem þær vantar. Auk þess mætti líta betur til snemmtækrar íhlutunar bæði í vinnu með börnum og greiningarferli. The purpose of this thesis was to investigate how elementary schools in Akureyri react to a suspicion of student learning ...