,,Ný orð - gamlar þjóðsögur" : kennsluefni ætlað 4. bekk grunnskóla til að auka orðaforða og lesskilning

Markmiðið með þessu meistaraprófsverkefni er að hanna kennslu-verkefni sem eiga að efla orðaforða og lesskilning nemenda í 4. bekk grunnskóla. Þjóðsögur eru nýttar við gerð verkefnisins. Sögurnar eru allar frá Íslandi. Þær eru misþekktar, sumar landskunnar en aðrar ekki. Þá eru þær einnig mislangar....

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Erla Brá Sigfúsdóttir 1993-
Other Authors: Háskólinn á Akureyri
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2019
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/34978
Description
Summary:Markmiðið með þessu meistaraprófsverkefni er að hanna kennslu-verkefni sem eiga að efla orðaforða og lesskilning nemenda í 4. bekk grunnskóla. Þjóðsögur eru nýttar við gerð verkefnisins. Sögurnar eru allar frá Íslandi. Þær eru misþekktar, sumar landskunnar en aðrar ekki. Þá eru þær einnig mislangar. Verkefnið skiptist í tvennt, annars vegar fræðilegan hluta þar sem farið er yfir rannsóknir á orðaforða og lesskilningi bæði hérlendis og erlendis. Niðurstöður rannsóknanna benda til þess að orðaforði sé undirstaða lesskilnings. Þá er einnig fjallað um þjóðsögur og farið yfir hvaða kennsluaðferðir eru nýttar í kennsluefninu sjálfu. Markmiðið með hinum fjölbreyttu kennslu-aðferðum er að koma til móts við alla þá ólíku einstaklinga sem eru í skólakerfinu í dag því öll erum við mismunandi og lærum þar af leiðandi á mismunandi hátt. Sem dæmi um verkefni má nefna spil og leikræna tjáningu, K-V-L aðferðina, umræður og spurnaraðferðir. Þessar kennsluaðferðir eru rökstuddar og útskýrðar í fræðilega hlutanum. Hins vegar í seinni hluta verkefnisins er kennsluefnið sjálft þar sem eru lýsingar á verkefnum sem eru einföld í sniðum og handhæg fyrir kennara að nota. Verkefnin eru tengd við kennsluaðferðir sem búið er að gera grein fyrir í fræðilega hlutanum. The objective of this master's thesis project is to design learning activities that promote vocabulary growth and reading comprehension of 4th grade students in elementary school. Folktales are used as the basis for the project with all stories originating in Iceland. The stories are diverse in how well known they are and are of varying length. The project is divided into two parts. First, the theoretical portion which examines vocabulary and reading comprehension studies both in Iceland and internationally. Results from these studies indicate that vocabulary knowledge is the basis of reading comprehension. A discussion of folktales with an overview of methodology that can be used in teaching the material is also presented. The goal of the diverse teaching methods is to meet ...