Mat á árangri náms- og starfsfræðslu á lokaári í framhaldsskóla

Náms- og starfsfræðsla hefur verið ofarlega á baugi stefnumótunartillaga um náms- og starfsráðgjöf síðastliðna áratugi. Aftur á móti virðist lítið hafa áunnist í þeim efnum. Markmið þessarar rannsóknar var að meta árangur náms- og starfsfræðslu sem er skyldunámskeið á lokaári í framhaldsskóla. Ranns...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Áslaug Pálsdóttir 1978-
Other Authors: Háskóli Íslands
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2020
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/34960
Description
Summary:Náms- og starfsfræðsla hefur verið ofarlega á baugi stefnumótunartillaga um náms- og starfsráðgjöf síðastliðna áratugi. Aftur á móti virðist lítið hafa áunnist í þeim efnum. Markmið þessarar rannsóknar var að meta árangur náms- og starfsfræðslu sem er skyldunámskeið á lokaári í framhaldsskóla. Rannsóknin var megindleg og var rannsóknarsniðið hálftilraunasnið. Spurningalisti var lagður fyrir nemendur fræðsluhóps í byrjun annar og aftur að fræðslu lokinni. Sami spurningalisti var einnig lagður fyrir viðmiðunarhóp úr öðrum framhaldsskóla sem ekki fékk náms- og starfsfræðslu. Þátttakendur voru nemendur sem voru viðstaddir báða dagana sem spurningalistinn var lagður fyrir, í fræðsluhópi voru þátttakendur 77 en 85 í viðmiðunarhópi, meðalaldur var um 18 ár. Spurningar voru hannaðar út frá markmiðum námskeiðsins og voru þátttakendur m.a. beðnir um að meta hæfni og þekkingu sína á ýmsum þáttum er tengjast náms- og starfsvali, jafnframt var mælitækið Könnun á aðlögunarhæfni á náms- og starfsferli lagt fyrir. Niðurstöður voru greindar með blandaðri dreifigreiningu. Niðurstöður gáfu til kynna nokkrar framfarir hjá báðum hópum á tímabilinu en við seinni mælingu komu fram jákvæðar breytingar á flestum þeim þáttum sem mældir voru miðað við fyrri mælingu. Aftur á móti var við seinni mælingu marktækur munur á hópunum á þáttum sem mátu almenna upplýsingaöflun, hæfni til að sækja um nám og störf og þekkingu á réttindum og skyldum á vinnumarkaði, fræðsluhópi í vil. Marktæk aukning var á þættinum Umhugsun milli mælinga hjá fræðsluhópi en samkvæmt Savickas (2013) er þátturinn mikilvægasta vídd aðlögunarhæfni á náms- og starfsferli. Engin aukning var á aðlögunarhæfni á náms- og starfsferli hjá viðmiðunarhópi og dró marktækt úr þættinum forvitni hjá hópnum. Niðurstöður gefa til kynna að náms- og starfsfræðslan sem metin var sé góður undirbúningur fyrir ákvörðun um nám- og störf að loknum framhaldsskóla og vinnumarkaðinn. Policies for vocational and educational guidance in the Icelandic school system have all emphasised the importance ...