Óstöðugleiki og veðuraðdragandi snjóflóðaaðstæðna í Skarðsdal á Siglufirði vorið 2018

Snjóflóð og hættan sem af þeim stafar er vel þekkt á Íslandi en fjölmörg dauðsföll og slys hafa orðið vegna snjóflóða í gegnum tíðina. Siglufjörður hefur að geyma langa sögu samlífs manns og náttúru og hafa mörg snjóflóð fallið og valdið þar tjóni. Skíðasvæði Siglfirðinga er í Skarðsdal og þar er ve...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Elísabet Atladóttir 1994-
Other Authors: Háskóli Íslands
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2020
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/34950
Description
Summary:Snjóflóð og hættan sem af þeim stafar er vel þekkt á Íslandi en fjölmörg dauðsföll og slys hafa orðið vegna snjóflóða í gegnum tíðina. Siglufjörður hefur að geyma langa sögu samlífs manns og náttúru og hafa mörg snjóflóð fallið og valdið þar tjóni. Skíðasvæði Siglfirðinga er í Skarðsdal og þar er vel fylgst með snjóflóðahættu en þar hafa snjóflóð endað innan við mörk skíðasvæðisins og eyðilagt mannvirki. Með auknum vinsældum á fjallaskíða- og vélsleðaferðum á Íslandi verður æ mikilvægara að rannsaka undanfara hættulegra snjóflóðaaðstæða. Markmið rannsóknarinnar er að varpa ljósi á snjóflóðaaðstæður vorið 2018 í Skarðsdal á Siglufirði og greina samspil veðuraðdraganda, eiginleika snjóþekju og óstöðugleika hennar. Með gagnagreiningu og túlkun á niðurstöðum var leitast við að varpa ljósi á heildarmynd snjóflóðaaðstæðanna. Niðurstöður rannsóknarinnar sýndu að sterk tengsl voru á milli veðuraðdraganda og eiginleika snjóþekjunnar og óstöðugleika hennar. Í rannsókninni var notast við veðurfarsgögn, snjóþekju- og snjódýptarmælingar, stöðugleikapróf og upplýsingar úr snjógryfjum gröfnum í mars og apríl 2018. Avalanches and the danger they propose are well known in Iceland, but many have lost their lives due to their destructive forces. Siglufjörður is located on the Tröllaskagi peninsula in North Iceland and the town has a long history in living with the avalanche danger. The local ski resort is located in Skarðsdalur, one of the valleys going into the mountains south of the fjord. Observation and tracking of avalanches in the valley are very common but ski lifts and huts have been destroyed by avalanches throughout the years. With rising popularities in alpine skiing and snowmobile trips it becomes increasingly important to research the leading components in making avalanche conditions. The aim of this research is to gain further understanding of the avalanche conditions of spring 2018 in Skarðsdalur valley and analyze the ties between weather pattern, snowpack composition and its unstable conditions. To gain an ...