Lagaumhverfi starfsmannaleiga á Íslandi og í Evrópu

Verkefnið er opið nemendum og starfsfólki Háskólans á Akureyri Starfsmannaleiga er fyrirtæki sem sérhæfir sig í því að leigja öðrum fyrirtækjum starfsfólk. Viðkomandi starfsmaður þiggur þá laun sín frá starfsmannaleigunni en starfar undir stjórn notendafyrirtækisins. Þetta ráðningarform hefur notið...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Bjarki Sigursveinsson
Other Authors: Háskólinn á Akureyri
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2006
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/349
Description
Summary:Verkefnið er opið nemendum og starfsfólki Háskólans á Akureyri Starfsmannaleiga er fyrirtæki sem sérhæfir sig í því að leigja öðrum fyrirtækjum starfsfólk. Viðkomandi starfsmaður þiggur þá laun sín frá starfsmannaleigunni en starfar undir stjórn notendafyrirtækisins. Þetta ráðningarform hefur notið sífellt meiri vinsælda í Evrópu á síðustu 10-15 árum. Á Íslandi hefur það einnig verið mikið í umfjölluninni á síðustu árum vegna stórframkvæmda á Austurlandi þar sem leigustarfsmenn hafa mikið verið notaðir. Að margra mati er þetta óæskileg þróun þar sem margt bendir til þess að leigustarfsmenn séu líklegri til að vera beittir órétti en aðrir hefðbundnir starfsmenn. Til að bregðast við þessu hafa lög verið sett í flestum Evrópuríkjum með það markmið að vernda hagsmuni leigustarfsmanna og koma í veg fyrir svokölluð félagsleg undirboð. Einnig hafa verið hreyfingar í þá átt í alþjóðastofnunum eins og Evrópusambandinu og Alþjóðavinnumálastofnuninni. Í þessari ritgerð er varpað ljósi á starfsemi starfsmannaleiga í Evrópu og hinar ýmsu leiðir sem farnar hafa verið í lagasetningu eru skoðaðar og bornar saman. Auk þess eru íslenskir dómar sem tengjast starfsmannaleigum skoðaðir.