„Ég átti bara að standa mig og alls ekki taka pláss“: Innsýn í loddaralíðan kvenna og tengsl hennar við starfsferilsþróun

Markmið rannsóknarinnar var að öðlast innsýn í loddaralíðan (e. imposter experience) kvenna og tengsl hennar við námsval og starfsferilsþróun. Jafnframt var lagt upp með að skoða þær hindranir sem verða á vegi þeirra sem upplifa loddaralíðan ekki síst í ljósi þess að ekki hefur áður verið fjallað um...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Elfa Arnardóttir 1979-
Other Authors: Háskóli Íslands
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2020
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/34897
Description
Summary:Markmið rannsóknarinnar var að öðlast innsýn í loddaralíðan (e. imposter experience) kvenna og tengsl hennar við námsval og starfsferilsþróun. Jafnframt var lagt upp með að skoða þær hindranir sem verða á vegi þeirra sem upplifa loddaralíðan ekki síst í ljósi þess að ekki hefur áður verið fjallað um fyrirbærið innan hérlendra náms- og starfsráðgjafafræða. Rannsóknin var unnin með eigindlegri rannsóknaraðferð þar sem tekin voru sex opin einstaklingsviðtöl við háskólamenntaðar konur sem höfðu upplifað loddaralíðan. Helstu niðurstöður leiddu í ljós að loddaralíðan hafði hamlandi áhrif á andlega líðan viðmælenda. Annars vegar kom það fram að loddaralíðan birtist bæði í starfsumhverfi einstaklinga og í félagslegum samskiptum viðmælenda við aðra. Hins vegar komu vísbendingar um að loddaralíðan var ekki hindrun í námsvali viðmælenda. Margt benti þó til þess að loddaratilfinningar byrji að myndast sé valin námsleið utan áhugasviðs eða þegar valin er framhaldsmenntun sem er ólík grunnmenntun. The object of this study was to gain insight into women’s impostor experience and its relationship to women’s choice of studies and career development. Furthermore, the goal was also to examine the obstacles women who experience impostor tendencies face, especially since this phenomenon has not been covered within the fields of career counselling and guidance in Iceland until now. This research takes a qualitative approach, conducting six individual, in-depth interviews, with women whom all have undergraduate or graduate degrees, and who have all identified as someone who has lived through feelings of impostor experience. The main results suggested that impostor experience can have a significantly restrictive influence on mental wellbeing. Findings revealed, on one hand, that impostor experience appears both in the professional setting of individuals as well as in their social interactions. However, it was also shown that impostor experience does not clearly affect the chosen study path in a decisive way. There were multiple ...