Uppgangur eftir ólgusjó: Vegferð Fiskistofu eftir flutninga höfuðstöðva frá Hafnarfirði til Akureyrar

Ritgerðin fjallar um vegferð Fiskistofu eftir flutninga höfuðstöðva frá Hafnarfirði til Akureyrar. Markmiðið með rannsókninni var að skoða hvaða áherslur stjórnendur Fiskistofu höfðu eftir flutninga á höfuðstöðvum og hvernig upplifun starfsmanna endurspeglist í þeim áherslum. Að auki var skoðað hvor...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Drífa Hrönn Stefánsdóttir 1979-
Other Authors: Háskóli Íslands
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2020
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/34756
Description
Summary:Ritgerðin fjallar um vegferð Fiskistofu eftir flutninga höfuðstöðva frá Hafnarfirði til Akureyrar. Markmiðið með rannsókninni var að skoða hvaða áherslur stjórnendur Fiskistofu höfðu eftir flutninga á höfuðstöðvum og hvernig upplifun starfsmanna endurspeglist í þeim áherslum. Að auki var skoðað hvort upplifun starfsmanna væri í takt við niðurstöður árlegra kannana SFR (Sameykis) um Stofnun ársins og hvort gætti áhrifa frá breytingum. Notast var við eigindlega rannsóknaraðferð og tekin voru níu viðtöl við stjórnendur og starfsmenn Fiskistofu. Viðtölin fóru fram í apríl og maí 2019. Niðurstöður rannsóknar sýndu að þær breytingar sem stofnunin stóð frammi fyrir hafi kallað á breytta starfshætti meðal stjórnenda Fiskistofu þar sem velferð starfsmanna var höfð í fyrirrúmi samhliða uppbyggingu heilbrigðrar vinnustaðamenningar. Stjórnendur lögðu meðal annars sérstaka áherslu á virka hlustun, upplýsingamiðlun og uppbyggingu trausts. Niðurstöður rannsóknarinnar eru í takt við uppgang Fiskistofu í könnun SFR um Stofnun ársins á árunum 2015 - 2018.