Þar sem púls samtímalistarinnar slær

Umhverfi listamannarekinna rýma í dag einkennist einkum af viljanum til þess að auka fjölbreytni og aðgengi listamanna að sýningarrými með því að gefa jaðarhópum og upprennandi listamönnum rými í samfélagi sem á það til að vera útilokandi. Aftur á móti hafa þau gríðarleg áhrif á umhverfi sitt með þv...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Lísa Björg Attensperger 1995-
Other Authors: Háskóli Íslands
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2020
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/34748
Description
Summary:Umhverfi listamannarekinna rýma í dag einkennist einkum af viljanum til þess að auka fjölbreytni og aðgengi listamanna að sýningarrými með því að gefa jaðarhópum og upprennandi listamönnum rými í samfélagi sem á það til að vera útilokandi. Aftur á móti hafa þau gríðarleg áhrif á umhverfi sitt með því að breyta því hvernig við sýnum og upplifum list með hugmyndum um rýmisnýtingu og hvernig listinni er miðlað út á við. Markmið þessarar ritgerðar er að svara spurningum um hvaða tilgangi listamannarekin rými þjóna með tilliti til aðgengis að sýningarrými, áhrifa þeirra á svæði í borginni og hvernig rýmið sjálft spilar inn í upplifun á list. Ritgerð þessi er unnin samhliða gerð og útsendingu útvarpsþáttar þar sem rætt er við stofnendur fimm listamannarekinna rýma til þess að skapa fjölbreytta umfjöllun um umhverfi myndlistar í Reykjavík. Viðtöl við stofnendur þessara rýma eru notuð ásamt öðrum heimildum til þess að varpa fram kenningum um hlutverk þeirra þegar kemur að því að veita listamönnum aðgengi að listheiminum, samband þeirra við umhverfi og samfélagið auk þess að kanna hugmyndir um rými. Niðurstöðurnar eru þær að listamannarekin rými hafa fjölbreytt áhrif á svæði í borginni með listrænni starfsemi og þeim fylgja ýmsir menningarlegir og fjárhagslegir kostir. Ásamt því að stuðla að fjölbreyttum miðlunarleiðum í myndlist með rýmisnýtingu og notkun óhefðbundinna rýma veita þau listamönnum aukið aðgengi að sýningarrými og skapa þannig pláss til sköpunar fyrir alla hópa samfélagsins. This essay explores the role artist-run spaces in Reykjavík play in the art world and beyond. It details how such spaces create opportunities for artists to share their art with the public. It also investigates how these spaces influence areas in the city both culturally and economically. The study addresses how artists utilize available spaces with unique explorations of room and new ways of showcasing art. Finally, it assesses the level of access to diverse artistic mediums and individuals on the fringe provided by spaces harboring ...