Þróun skipulagðrar brotastarfsemi á Íslandi : vinnur íslensk löggjöf gegn árangri í baráttunni gegn skipulagðri brotastarfsemi?

Markmið ritgerðarinnar er að varpa ljósi á þróun skipulagðrar brotastarfsemi á Íslandi og hvort íslensk löggjöf vinni gegn árangri í baráttunni gegn skipulagðri brotastarfsemi. Skipulögð brotastarfsemi hefur verið áberandi í þjóðfélagsumræðu hér á landi og hefur skaðleg áhrif á einstaklinga og samfé...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Heiður Rán Kristinsdóttir 1987-
Other Authors: Háskólinn í Reykjavík
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2019
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/34741
Description
Summary:Markmið ritgerðarinnar er að varpa ljósi á þróun skipulagðrar brotastarfsemi á Íslandi og hvort íslensk löggjöf vinni gegn árangri í baráttunni gegn skipulagðri brotastarfsemi. Skipulögð brotastarfsemi hefur verið áberandi í þjóðfélagsumræðu hér á landi og hefur skaðleg áhrif á einstaklinga og samfélagið í heild. Byrjað er á að greina þróun skipulagðrar brotastarfsemi á Íslandi með því að bera saman skýrslur greiningardeildar ríkislögreglustjóra um mat á skipulagðri brotastarfsemi sem gefnar hafa verið út reglulega frá árinu 2008. Þá er fjallað stuttlega um þær rannsóknarheimildir sem til staðar eru fyrir íslensku lögregluna í baráttunni gegn skipulagðri brotastarfsemi. Þá tók höfundur einnig viðtal við þrjá lögreglumenn sem starfa við rannsókn á skipulagðri brotastarfsemi til þess að fá betri sýn inn í störf lögreglunnar. Slík innsýn í störf þeirra sem helst eru með puttana á púlsinum í þessum málaflokki er miklvæg til að gera sér grein fyrir stöðunni út frá sjónarhorni þeirra. Helstu niðurstöður ritgerðarinnar eru að skipulögð glæpastarfsemi hefur aukist gífurlega hér á landi frá árinu 2008. Aukningin hefur orðið í flestum brotaflokkum. Meira skipulag einkennir brotahópana sem og meiri harka á milli gengja. Alþjóðavæðing og breytt samfélagsmynd hefur gert lögreglunni erfitt fyrir í baráttunni og ljóst er að íslensk löggjöf hefur ekki fylgt eftir þeirri þróun og vinnur gegn árangri í baráttunni gegn skipulagðri brotastarfsemi. The main purpose of this thesis is to shed light on the developments in organised crime in Iceland and to investigate whether Icelandic legislation has an inhibitory effect in the fight against organised crime. Organised crime has been prominent in the social debate in Iceland and is harmful for the life of individuals as well as the whole society. At the outset, the development of organised crime in Iceland is analysed, by comparing reports from the National Security Unit of the national commissioner of the Icelandic police on organised crime, published regularly since 2008. That ...