Stjórnviska í stórum og flóknum verkefnum á Íslandi: „…snýst náttúrlega bara um fólk“

Markmið þessarar rannsóknar er að varpa ljósi á hlutverk stjórnvisku (e.governmentality) í framkvæmd stórra og flókinna verkefna á Íslandi. Sýnt hefur verið fram á í erlendum rannsóknum hvert hlutverk stjórnvisku er, en þetta er í fyrsta skipti sem slík rannsókn er framkvæmd á Íslandi. Einfalda skil...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Eyrún Ingibjörg Sigþórsdóttir 1966-
Other Authors: Háskóli Íslands
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2020
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/34719
Description
Summary:Markmið þessarar rannsóknar er að varpa ljósi á hlutverk stjórnvisku (e.governmentality) í framkvæmd stórra og flókinna verkefna á Íslandi. Sýnt hefur verið fram á í erlendum rannsóknum hvert hlutverk stjórnvisku er, en þetta er í fyrsta skipti sem slík rannsókn er framkvæmd á Íslandi. Einfalda skilgreiningin á stjórnvisku er; hvernig stjórnum við sjálfum okkur og öðrum í öllum þeim aðstæðum sem við erum í hverju sinni. Stjórnviska snýst um hegðun og viðhorf þeirra sem gegna stjórnunarstöðu (e.governance roles) til þeirra sem er stjórnað (e.govern). Hún dregur fram hvernig samspili er háttað á milli þeirra sem stjórna og er stjórnað, hún stýrir því hvernig tekst að innleiða stjórnarhætti. Með öðrum orðum stjórnviska er mannlega hliðin á stjórnarháttum eins og forysta (e.leadership) er mannlega hliðin á stjórnun (e.management) (Müller, Drouin og Sankaran, 2019b, bls. 43) Þrátt fyrir tengsl á milli stjórnvisku og stjórnarhátta er rétt að undirstrika að stjórnviska er ekki stjórnarhættir, þeir eru skilgreindir sem það kerfi sem beitt er við stjórnun skipulagsheildar og stjórnendur hennar eru gerðir persónulega ábyrgir árangri hennar sem og fyrir hátterni sínu (OECD, 2004). Rannsókn þeirra Müller, Zhai og Wang, (2017) er sú fyrsta sem sýnir fram á tengsl stjórnarhátta og stjórnvisku við árangur í verkefnum sem og skipulagsheildum. Niðurstöður þeirra gáfu til kynna að allar víddir stjórnvisku tengjast beint árangri verkefna og stjórnviska hefur meiri áhrif á árangur verkefna en stjórnarhættir. Það er stutt síðan að rannsóknir á stjórnvisku á sviði verkefnastjórnunar litu dagsins ljós og því er þörf á frekari rannsóknum með það að markmiði að auka heildstæða þekkingu um hvert hlutverk stjórnvisku er innan verkefna. Jafnframt eru engar rannsóknir til á stjórnvisku innan verkefna á Íslandi. Skoðuð voru fjögur verkefni sem öll eru skilgreind sem mjög stór og flókin á íslenskan mælikvarða. Undirbúnings- og framkvæmdatími þeirra var langur allt upp í 22 ár. Heildarkostnaður þeirra er á bilinu 10-100 milljarðar íslenskra ...