Inngrip Seðlabanka Íslands á gjaldeyrismarkaði og áhrif þeirra á skammtíma gengissveiflur: Atburðarannsókn á tímabilinu janúar 2012 til júní 2019

Lokaverkefnið er lokað í 10 ár með samþykki Viðskiptafræðideildar. Í yfirlýsingu peningastefnunefndar frá 15. maí 2013 kom fram að aðstæður höfðu skapast fyrir Seðlabanka Íslands til að vera virkari í inngripum á gjaldeyrismarkaði. Megin markmið inngripanna var að draga úr óhóflegum skammtíma gengis...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Björn Ingi Friðþjófsson 1987-
Other Authors: Háskóli Íslands
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2020
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/34709
Description
Summary:Lokaverkefnið er lokað í 10 ár með samþykki Viðskiptafræðideildar. Í yfirlýsingu peningastefnunefndar frá 15. maí 2013 kom fram að aðstæður höfðu skapast fyrir Seðlabanka Íslands til að vera virkari í inngripum á gjaldeyrismarkaði. Megin markmið inngripanna var að draga úr óhóflegum skammtíma gengissveiflum og að safna í óskuldsettan gjaldeyrisforða þjóðarinnar. Fram á mitt ár 2017 var Seðlabanki Íslands iðinn við inngrip, einkum á kauphliðinni. Í yfirlýsingu peningastefnunefndar frá 17. maí 2017 kom fram að bankinn hefði dregið úr inngripum á gjaldeyrismarkaði í ljósi rúmrar forðastöðu en þó myndi bankinn halda áfram að beita inngripum til að draga úr óhóflegum gengissveiflum og spíralmyndun á markaðnum. Markmið þessarar ritgerðar er að meta hvort inngrip Seðlabanka Íslands hafi dregið úr skammtíma gengissveiflum frá ársbyrjun 2012 til loka júní 2019. Áður en rannsóknin var framkvæmd stóðu vonir til þess að stjórntæki Seðlabanka Íslands virkuðu sem skyldi og drægju þar með úr skammtíma gengissveiflum. Notast var við gengi krónunnar gagnvart evru (EURISK) sem er jafnframt viðskiptamynt íslenska gjaldeyrismarkaðarins. Áhrif inngripa Seðlabanka Íslands á gengissveiflur voru metin með atburðarannsókn sem byggð var á aðferðafræði í greinum Fatum og Hutchison um áhrif inngripa nokkurra erlendra seðlabanka á gengi gjaldmiðla. Söguleg gögn um gjaldeyrisviðskipti og gengi EURISK voru fengin frá Seðlabanka Íslands. Framkvæmd rannsóknarinnar hófst á viðamikilli greiningarvinnu við að sundurliða inngrip frá öðrum gjaldeyrisviðskiptum Seðlabanka Íslands ásamt því að meta þá gengisþróun sem átti sér stað tveimur bankadögum fyrir og eftir inngripin. Atburðirnir í þessari rannsókn eru inngripadagar bankans á gjaldeyrismarkaði sem geta staðið yfir í nokkra daga, samkvæmt aðferðafræði Fatum og Hutchison. Aðferðafræði Fatum og Hutchison byggist á þrem mælikvörðum, þ.e. stefnu-, viðsnúnings- og jöfnunarmælikvarða. Til viðbótar við áðurnefnda mælikvarða útbjó höfundur einnig eigin mælikvarða sem gaf niðurstöður um áhrif inngripa ...