Einmanaleiki meðal aldraðra: Áhrif félagslegra og geðrænna þátta

Helsta viðfangsefni ritgerðarinnar og markmið hennar er að skoða tengsl einmanaleika meðal aldraðra á Íslandi við kyn, aldur, hjúskaparstöðu, félagslega stöðu, þunglyndi og kvíða auk neyslu áfengis og annarra vímuefna. Mikilvægt er að skoða þessa þætti svo hægt sé að varpa ljósi á líðan aldraðra á Í...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Margrét Petra Ragnarsdóttir 1993-
Other Authors: Háskóli Íslands
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2019
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/34616
Description
Summary:Helsta viðfangsefni ritgerðarinnar og markmið hennar er að skoða tengsl einmanaleika meðal aldraðra á Íslandi við kyn, aldur, hjúskaparstöðu, félagslega stöðu, þunglyndi og kvíða auk neyslu áfengis og annarra vímuefna. Mikilvægt er að skoða þessa þætti svo hægt sé að varpa ljósi á líðan aldraðra á Íslandi og hvort einmanaleiki meðal hópsins sé útbreiddur. Hlúa þarf að velferð aldraðra þar sem þjóðin eldist hratt en talið er að frá árinu 2047 verði hópurinn í fyrsta sinn fjölmennari en einstaklingar undir tvítugu. Í rannsókn þessari er unnið með fyrirliggjandi gögn úr stærri rannsókn þar sem sjálfsmatslistar voru lagðir fyrir fullorðna á aldrinum 60-90 ára og eldri. Ábyrgðarmaður rannsóknarinnar er Halldór Sigurður Guðmundsson, dósent við Félagsráðgjafardeild Háskóla Íslands. Greining gagna fór fram í tölfræðiforritinu SPSS og eru niðurstöður settar fram með lýsandi tölfræði, tíðnitöflum, fylgnitöflum, krosstöflum og línulegri fjölbreytuaðhvarfsgreiningu. Helstu niðurstöður sýna að marktækur munur mælist á einmanaleika þegar horft er til kyns, aldurs, hjúskaparstöðu, félagslegrar stöðu og þunglyndis og kvíða. Einnig kom í ljós að þunglyndi og kvíði eykur marktækt neyslu áfengis og annarra vímuefna. Þessar niðurstöður eru í samræmi við niðurstöður fyrri rannsókna á viðfangsefninu. Lykilorð: Aldraðir, einmanaleiki, félagsleg staða, þunglyndi, kvíði, sjálfsmatslistar, neysla áfengis, neysla vímuefna The main objective of the thesis is to examine the correlation between the prevalence of loneliness in elderly people in Iceland and gender, age, marital status, social status, depression and anxiety and alcohol and substance use. It is of imperative importance to examine the aforementioned factors to explain the emotional well-being of elderly people in Iceland and to discern if loneliness is a widespread feeling amongst participants. It is estimated that from the year 2047, the elderly population of Iceland, will, for the first time outnumber persons under the age of twenty. It is thus vital to improve and foster the ...