„Á vettvangi finnst mér ég alls ekki gera stórkostlega hluti en skjólstæðingar okkar upplifa það allt öðruvísi“ Upplifun og reynsla starfsmanna af starfi sínu í VoR-teyminu

Rannsókn þessi fjallar um upplifun starfsmanna af starfi sínu hjá Vettvangs- og ráðgjafateymi Reykjavíkurborgar (VoR-teymi). Teymið veitir heimilislausum einstaklingum með flókinn og fjölþættan vanda, þjónustu. Markmið rannsóknarinnar var að varpa ljósi á upplifun og reynslu starfsmanna í starfi sín...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Sibel Anna Ómarsdóttir 1992-
Other Authors: Háskóli Íslands
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2019
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/34605
Description
Summary:Rannsókn þessi fjallar um upplifun starfsmanna af starfi sínu hjá Vettvangs- og ráðgjafateymi Reykjavíkurborgar (VoR-teymi). Teymið veitir heimilislausum einstaklingum með flókinn og fjölþættan vanda, þjónustu. Markmið rannsóknarinnar var að varpa ljósi á upplifun og reynslu starfsmanna í starfi sínu í VoR-teyminu, öðlast skilning á viðhorfum þeirra til starfsins og skilja betur, hvaða þættir stuðla að hvatningu og ánægju í starfi. Einnig var kannað hvaða þættir ollu álagi og hvert gildi handleiðslu í starfi væri að mati teymismeðlima. Rannsókninni var því ætlað að ná sem bestri heildarmynd af starfi og líðan teymismeðlima. Rannsóknin var starfsrannsókn (e. practice research) en slíkar rannsóknir fela það í sér að rannsakandi vinnur allt rannsóknarferlið í samstarfi við hópinn sem rannsóknin beinist að. Tekin voru tíu eigindleg viðtöl við alla teymismeðlimi VoR-teymisins auk þess sem þátttökuathugun var framkvæmd til að öðlast skilning á starfi teymisins. Helstu niðurstöður rannsóknarinnar sýna að þátttakendur láta sér mjög annt um velferð þjónustunotenda og þeir beittu svipuðum nálgunum í starfi, en þær einkenndust af virðingu, heiðarleika, fordómaleysi og auðmýkt í garð þjónustunotenda. Í rannsókninni kom fram nokkur óánægja meðal þátttakenda vegna skorts á viðeigandi aðbúnaði á vettvangi. Þá var einnig bent á þörf fyrir bætt upplýsingaflæði og skýrar verklagsreglur. Þá leiddu niðurstöður rannsóknarinnar í ljós að handleiðsla hefði mikið gildi fyrir teymismeðlimi. Lykilorð: Heimilisleysi, VoR-teymi, húsnæði fyrst, skaðaminnkun, áfallamiðuð nálgun, teymi, handleiðsla, starfsrannsókn. This research addresses the experience of the employees of a field- and counselling team of the city of Reykjavík, Vettvangs- og ráðgjafateymi Reykjavíkurborgar/VoR-team, which deals with diverse projects related to homeless people with complex and multifarious problems. The purpose of this research is to shed a light on the experience of the employees of the VoR-team and to gain an understanding of their attitudes towards their ...