Sáttameðferð í fjölskyldumálum: Framkvæmd og reynsla fagaðila af því að veita sáttameðferð á Íslandi.

Sáttameðferð í fjölskyldumálum á Íslandi varð lögbundin árið 2013. Með breytingarlögum nr. 61/2012 og nr. 144/2012 var ákvæði um sáttameðferð lögfest, sem nú er að finna í 33. gr. a. barnalaga nr. 76/2003. Ákvæði sáttameðferðar felur í sér að foreldrum er skylt að undirgangast sáttameðferð áður en þ...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Heiðdís Hafþórsdóttir 1994-
Other Authors: Háskóli Íslands
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2019
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/34598
Description
Summary:Sáttameðferð í fjölskyldumálum á Íslandi varð lögbundin árið 2013. Með breytingarlögum nr. 61/2012 og nr. 144/2012 var ákvæði um sáttameðferð lögfest, sem nú er að finna í 33. gr. a. barnalaga nr. 76/2003. Ákvæði sáttameðferðar felur í sér að foreldrum er skylt að undirgangast sáttameðferð áður en þeir geta krafist úrskurðar hjá sýslumanni eða höfðað mál fyrir dómi vegna forsjármála, lögheimilismála, umgengnismála, dagsektarmála eða aðfaramála. Sáttameðferð er ákveðin aðferð til að leysa ágreining á milli foreldra og er markmið sáttameðferðar í fjölskyldumálum að aðstoða foreldra við að ná samkomulagi um þá lausn máls sem er barni fyrir bestu. Rannsókn þessi var tvíþætt. Annars vegar var unnin stefnugreining á lögum, reglum, framkvæmd og málsmeðferð sáttameðferðar á Íslandi og hún borin saman við Danmörku, Noreg og Svíþjóð. Hins vegar var framkvæmd eigindleg rannsókn þar sem tekin voru viðtöl við fagaðila sáttameðferðar á Íslandi. Markmið eigindlega hluta rannsóknarinnar var að skoða sáttameðferð skv. 33. gr. a. barnalaga nr. 76/2003 og leitast var eftir því að varpa ljósi á upplifun og reynslu fagaðila af sáttameðferð hér á landi. Kannað var hvort að reynsla fagaðilanna kalli eftir einhverjum breytingum á lögum, reglum, framkvæmd og/eða málsmeðferð sáttameðferðar. Niðurstöður rannsóknarinnar sýna fram á að upplifun og reynsla fagaðila af því að veita sáttameðferð í fjölskyldumálum á Íslandi er almennt jákvæð. Fagaðilarnir segja lagagrein sáttameðferðar vera góða en að endurskoða þurfi reglurnar um sáttameðferð, sem ráðuneytið setti fram er sáttameðferð varð lögbundin árið 2013. Þá leiddu niðurstöðurnar í ljós að þörf er á ýmsum breytingum og úrbótum þegar kemur að framkvæmd og málsmeðferð sáttameðferðar. Einnig sýndu niðurstöður fram á að þörf er á frekari aðstoð eða ráðgjöf til foreldra á fyrri stigum ágreinings, til dæmis við skilnað eða sambúðarslit. Lykilorð: Sáttameðferð, fjölskyldumál, skilnaðarráðgjöf, félagsráðgjöf. Mediation in family affairs in Iceland became mandatory by law in 2013. Amending Act. ...