Öldungaráð á Íslandi: hlutverk og staða

Markmið rannsóknarinnar er að varpa ljósi á hlutverk og helstu verkefni öldungaráða í sveitarfélögum á Íslandi. Auk þess var það markmið að skoða árangur öldungaráða frá stofnun þeirra, samvinnu við sveitarfélög, hvort breyting á lögum um félagsþjónustu sveitarfélaga nr. 40/1991 sem tók gildi 1. okt...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Soffía Erlingsdóttir 1982-
Other Authors: Háskóli Íslands
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2019
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/34597
Description
Summary:Markmið rannsóknarinnar er að varpa ljósi á hlutverk og helstu verkefni öldungaráða í sveitarfélögum á Íslandi. Auk þess var það markmið að skoða árangur öldungaráða frá stofnun þeirra, samvinnu við sveitarfélög, hvort breyting á lögum um félagsþjónustu sveitarfélaga nr. 40/1991 sem tók gildi 1. október 2018 hafi haft áhrif á starfsemi þeirra ásamt því að skoða hvernig sýnileiki öldungaráða birtist. Rannsóknin er byggð á eigindlegri aðferð og tekin voru sjö hálfstöðluð viðtöl við átta einstaklinga á aldrinum 70 - 84 ára sem áttu það meðal annars sameiginlegt að hafa reynslu af störfum í öldungaráði. Niðurstöður leiddu í ljós að hlutverk öldungaráða er þýðingamikið og ábyrgðarfullt, þau eru ráðgjafaafl í málefnum aldraðra innan sveitarfélaga og samráðsvettvangur þar sem fulltrúar sitja í forsvari fyrir félög eldri borgara, sveitarfélög og heilsugæslu. Verkefnin eru fjölbreytt og snúa helst að hagsmunamálum aldraðra en frá 1. október 2018 hafa heilbrigðismál aldraðra á vegum sveitarfélaga einnig heyrt undir ábyrgðasvið öldungaráða. Sú breyting varð í kjölfar breytingar á lögum um félagsþjónustu sveitarfélaga nr. 40/1991 sem hefur haft nokkuð víðtæk áhrif á störf öldungaráða. Starf öldungaráða hafa borið nokkurn árangur en góð samvinna öldungaráða og sveitarfélaga er forsenda þess að starfið gangi vel og beri árangur. Ljóst er að öldungaráð þurfa að vera sýnilegri innan sveitarfélaga en algengt er að eldri borgarar séu ekki meðvitaðir um hlutverk þeirra. Lykilorð: Öldungaráð, eldri borgarar, aldraðir, notendasamráð, sveitarfélag, stjórnsýsla. The purpose of this study was to shed light on the role and main functions of the councils for the elderly around the municipalities of Iceland. The additional goal was to study results since the establishment of these councils, their cooperation with the municipalities, while examining wether or not changes in Act nr. 40/1991, valid since October 1st 2018, regarding the social services of the municipalities has had an impact on the elderly councils, as well as studying ...