Nemendur með krefjandi hegðun í grunnskóla : upplifun og reynsla umsjónarkennara í Reykjavík

Markmið verkefnisins var að varpa ljósi á upplifun og reynslu umsjónarkennara af nemendum með krefjandi hegðun og draga fram hvernig þeim fannst komið til móts við þarfir þessara nemenda innan grunnskólans í ljósi skóla án aðgreiningar. Rannsóknir hafa sýnt fram á að kennarar hafi gjarnan áhyggjur a...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Ragna Lára Jakobsdóttir 1973-
Other Authors: Háskóli Íslands
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2019
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/34578
Description
Summary:Markmið verkefnisins var að varpa ljósi á upplifun og reynslu umsjónarkennara af nemendum með krefjandi hegðun og draga fram hvernig þeim fannst komið til móts við þarfir þessara nemenda innan grunnskólans í ljósi skóla án aðgreiningar. Rannsóknir hafa sýnt fram á að kennarar hafi gjarnan áhyggjur af þessum nemendum og finnist oft skorta úrræði fyrir þá. Engu að síður ber kennurum að veita þeim, líkt og öðrum nemendum, kennslu við hæfi og sýna fagmennsku í starfi. Fræðimenn hafa bent á að nemendur geti sýnt krefjandi hegðun ef námskrá og kennsla mæta ekki þörfum þeirra og getu. Einnig getur vel skipulagt námsumhverfi stuðlað að námi nemenda með hegðunarvanda og jafnvel fyrirbyggt að slíkur vandi eigi sér stað. Þörf er á frekari rannsóknum hérlendis á þessu sviði. Með það í huga var framkvæmd eigindleg rannsókn sem mótaðist af félagslegu sjónarhorni og var félagslegt réttlæti haft að leiðarljósi. Tekin voru ellefu viðtöl við sextán starfandi umsjónarkennara í Reykjavík og eitt viðtal við skólastjóra. Helstu niðurstöður voru þær að allir kennararnir höfðu reynslu af nemendum með krefjandi hegðun og töldu slíka nemendur vera í flestum eða öllum námshópum. Kennararnir lýstu nemendunum á svipaðan hátt og sögðu mun erfiðara að fást við hegðunarvanda en námstengdan vanda. Öllum fannst kennarastarfið skemmtilegt en töldu því fylgja of mikið álag. Verkefnin væru of mörg, það vantaði fleira starfsfólk og þyrfti meira fjármagn inn í skólana til að sinna nemendum með krefjandi hegðun. Þá þyrftu fleiri og annars konar úrræði að vera í boði innan grunnskólans. Kennararnir sögðu að skóli án aðgreiningar væri falleg stefna en hún gengi ekki upp eins og staðan væri núna. Til þess þyrfti margt að breytast. Hlúa yrði betur að nemendum með krefjandi hegðun og gera kennurum og grunnskólum fært að sinna starfi sínu eins og opinber skólastefna kveður á um. The main purpose of this thesis was to shed light on primary school teachers’ perceptions of and experience with students with challenging behavior, in addition to eliciting their ...