"Maður upplifir bara að maður eigi að vera allt í öllu" : reynsla aðstoðarskólastjóra í Reykjavík af hlutverki sínu og stöðu

Niðurstöður rannsókna á erlendum vettvangi sýna að hlutverk aðstoðarskólastjóra í stjórnun og forystu skóla stækkar eftir því sem kröfur um árangur nemenda aukast og skólastarf verður flóknara. Einnig benda rannsóknir á hversu margþætt og brotakennt hlutverk aðstoðarskólastjóra er. Þeir mæta oft mik...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Dóra Margrét Sigurðardóttir 1978-
Other Authors: Háskóli Íslands
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2019
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/34553
Description
Summary:Niðurstöður rannsókna á erlendum vettvangi sýna að hlutverk aðstoðarskólastjóra í stjórnun og forystu skóla stækkar eftir því sem kröfur um árangur nemenda aukast og skólastarf verður flóknara. Einnig benda rannsóknir á hversu margþætt og brotakennt hlutverk aðstoðarskólastjóra er. Þeir mæta oft miklum áskorunum í starfinu og margir upplifa að hlutverk þeirra sé óljóst og illa skilgreint. Markmið rannsóknarinnar er að varpa ljósi á upplifun aðstoðarskólastjóra í Reykjavík af hlutverki sínu og þeirri stöðu sem þeir hafa innan skólanna, auk þess að kanna hvaða stuðning þeir hafa í starfinu og hvaðan sá stuðningur kemur. Rannsóknin byggir á hálf opnum viðtölum við átta aðstoðarskólastjóra í grunnskólum Reykjavíkur, sem valdir voru með tilviljanakenndum hætti. Stuðst var við aðferðir túlkandi fyrirbærafræðilegrar greiningar við greiningu rannsóknargagnanna, með það að markmiði að upplifun og reynsla þátttakenda fengi að hljóma sem best í framsetningu niðurstaðna. Helstu niðurstöður rannsóknarinnar benda til þess að aðstoðarskólastjórar í Reykjavík sjái sjálfa sig sem stjórnendur skóla, fremur en faglega leiðtoga. Enda fer mestur tími þeirra í daglega stjórnun skólans, svo sem að leysa úr forföllum starfsfólks og koma að úrlausnum ýmissa mála er snúa að nemendum og starfsfólki. Aðstoðarskólastjórarnir vildu gjarnan geta sinnt faglegri forystu í meira mæli en þeir gera, en upplifðu að í erli dagsins gefist þeim fá færi á slíkri forystu. Aðstoðarskólastjórarnir hafa góða trú á færni sinni til starfsins og eru ánægðir í starfi. Þeir hafa almennt góðan stuðning frá nánasta samstarfsfólki en hafa þörf fyrir meiri samskipti og samstarf við aðra aðstoðarskólastjóra. Auk þess er mikilvægt að þeir hafi aðgang að handleiðslu fagaðila til þess að takast á við og vinna úr erfiðum verkefnum sem þeir mæta í starfi sínu. Niðurstöðurnar varpa ljósi á mikilvægi þess að huga vel að starfsumhverfi aðstoðarskólastjóra, skýra hlutverk þeirra og gefa þeim svigrúm til að sinna hlutverki sínu sem faglegir leiðtogar jafnframt því að vera ...