Á vitundargrunduð menntun erindi í skólastarf á Íslandi?

Rannsóknir sýna að oft er stórt bil á milli góðra áforma um menntaumbætur og þess raunverulega árangurs sem af þeim hlýst. Markmið þessarar rannsóknar er að kanna hvort vitundargrunduð menntun geti komið að gagni í íslenskum framhaldsskólum og brúað betur bilið á milli þeirra menntunarmarkmiða sem f...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Ari Halldórsson 1957-
Other Authors: Háskóli Íslands
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2019
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/34544
Description
Summary:Rannsóknir sýna að oft er stórt bil á milli góðra áforma um menntaumbætur og þess raunverulega árangurs sem af þeim hlýst. Markmið þessarar rannsóknar er að kanna hvort vitundargrunduð menntun geti komið að gagni í íslenskum framhaldsskólum og brúað betur bilið á milli þeirra menntunarmarkmiða sem felast í Aðalnámskrá fram-haldsskóla og raunverulegs árangurs af þeim. Í þessu skyni rýni ég í grunnþætti menntunar í Aðalnámskrá framhaldsskóla frá 2011 og þær áskoranir sem framhalds-skólar á Íslandi standa frammi fyrir með það fyrir augum að kanna hvort helstu þættir vitundargrundaðrar menntunar, innhverf íhugun og sidhi-tæknin, geti komið að gagni. Rannsóknarspurningin er svohljóðandi: „Er vitundargrunduð menntun gagnleg leið til að uppfylla almenn markmið Aðalnámskrár framhaldsskóla og bregðast við hindrunum í íslenskum framhaldsskólum?“ Vitundargrunduð menntun hefur verið þróuð og notuð í skólastarfi víða um heim í áratugi. Hátt á fjórða hundrað ritrýndar rannsóknir á lykilþáttum hennar, innhverfri í-hug¬un og sidhi-tækninni, hafa birst reglulega í vísindatímaritum frá árinu 1970. Rann-sóknirnar sýna meðal annars að dagleg iðkun þessara aðferða í nokkrar mínútur meðal kennara og nemenda eykur greind, athygli, sköpunarhæfni, minni og námsárangur auk þess að stuðla að margvíslegum persónuleikaþroska. Dagleg iðkun hefur jafnframt áhrif á hegðun og hegðunartengd vandamál í skólastarfi, streitu, kvíða, þunglyndi, blóðþrýsting og svefnleysi auk þess að hafa áhrif á kulnun í starfi kennara. Í umfjöllun minni dreg ég annars vegar fram einstök atriði í markmiðum grunnþátta menntunar í Aðalnámskrá framhaldsskóla, hins vegar helstu áskoranir sem framhalds-skólar á Íslandi glíma við og tengi hvorttveggja viðeigandi rannsóknum á vitundundar-grundaðri menntun. Niðurstaða mín er sú að áratuga rannsóknir á vitundargrundaðri menntun bendi til að hún geti í senn verið gagnleg leið til að uppfylla öll almenn markmið Aðalnámskrár og á sama tíma leið til að bregðast við áskorunum í íslenskum framhaldsskólum. Þar með tel ég að hún ...