„Mér finnst ég hafa góða möguleika“ : áhrif leiðsagnarmats á nám nemenda á starfsbraut í framhaldsskóla

Markmið rannsóknarinnar var að fylgjast með og skoða hvernig markviss beiting leiðsagnarmats við nám og kennslu tveggja nemenda á starfsbraut í Framhaldsskólanum í Vestmannaeyjum hafði áhrif á nám og líðan þeirra. Rannsóknin fór fram haustið 2018. Verkefnið ber titilinn: „Mér finnst ég hafa góða mög...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Kristjana Ingibergsdóttir 1984-
Other Authors: Háskóli Íslands
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2019
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/34540
Description
Summary:Markmið rannsóknarinnar var að fylgjast með og skoða hvernig markviss beiting leiðsagnarmats við nám og kennslu tveggja nemenda á starfsbraut í Framhaldsskólanum í Vestmannaeyjum hafði áhrif á nám og líðan þeirra. Rannsóknin fór fram haustið 2018. Verkefnið ber titilinn: „Mér finnst ég hafa góða möguleika“: Áhrif leiðsagnarmats á nám nemenda á starfsbraut í framhaldsskóla. Rannsóknarspurningin var: Hvaða áhrif hefur leiðsagnarmat á nemendur á starfsbraut í einum framhaldsskóla. Rannsóknin byggir á eigindlegum rannsóknaraðferðum og var unnin sem starfendarannsókn. Þeir sem komu að rannsókninni voru, auk rannsakanda, tveir nemendur starfsbrautar, aðrir kennarar á starfsbraut skólans sem og sérvalinn kennari sem var rannsóknarvinur höfundar í gegnum allt ferlið. Helstu gögn rannsóknarinnar voru rannsóknardagbók höfundar, vettvangsathuganir og samræður við rannsóknarvin og aðra samkennara. Niðurstöður leiddu í ljós að markviss beiting leiðsagnarmats fyrir nemendur starfsbrautarinnar hafði mjög góð áhrif á nám þeirra. Eftir því sem leið á önnina kom betur í ljós að með stöðugri endurgjöf og góðum undirbúningi sem drengirnir fengu fyrir tímana jókst sjálfstraust þeirra, þeir öxluðu meiri ábyrgð á eigin námi og breyttar áherslur í anda leiðsagnarmats höfðu jákvæð áhrif á traust milli kennara og nemenda. Á heildina litið varð því ljóst að leiðsagnarmat hefði haft jákvæð og góð áhrif á námsárangur og námsframvindu þessara nemenda á starfsbraut. The aim of this research was to monitor and examine whether systematic application of formative assessment for students in the career-pathway study program in the upper secondary school of Vestmannaeyjar (Framhaldsskólinn í Vestmannaeyjum) had a positive effect. The study took place in the fall of 2018. The project is titled: Impact of Assessment on Students' Education in the Career-Pathway Study Program in Secondary School. The subtitle "I Think That I Have Good Prospects," refers to a response that one participant wrote to a question submitted during the research process. The ...