Laust bundið og torleyst kolefni í eldfjallajörð norðan Þingvallavatns

Íslensk eldfjallajörð (e: Andosol) á grónu landi inniheldur alla jafna hátt hlutfall kolefnis en minna er vitað um hversu auðveldlega kolefni losnar frá henni. Markmið rannsóknarinnar sem hér er kynnt er að meta hlut laust bundins og torleysts kolefnis í eldfjallajörð á þremur stöðum norð-austan Þin...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Sólveig Sánchez 1998-
Other Authors: Háskóli Íslands
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2019
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/34499
Description
Summary:Íslensk eldfjallajörð (e: Andosol) á grónu landi inniheldur alla jafna hátt hlutfall kolefnis en minna er vitað um hversu auðveldlega kolefni losnar frá henni. Markmið rannsóknarinnar sem hér er kynnt er að meta hlut laust bundins og torleysts kolefnis í eldfjallajörð á þremur stöðum norð-austan Þingvallavatns á tvennu dýpi (0 - 10 cm og 10 - 20 cm). Þrenns konar gróðurlendi þekjur jarðveginn: birkiskógur, mólendi og greniskógur. Rannsóknarspurningar fjalla um muninn á laust bundnu og torleystu kolefni í eldfjallajörð með dýpi jarðvegs og gróðurlendi. Til þess að ná markmiðum verkefnisins voru notaðar tvær mismunandi aðferðir. Þær eru annars vegar POXC-aðferð Wang, Weil og Nan frá árinu 2017 til þess að mæla laust bundið kolefnismagn og hinsvegar sterka KMnO! lausn-aðferðin til að mæla magn torleysts kolefnis. Niðurstöður þessara aðferða sýna að laust bundna kolefnið er um 0,6% af heildar kolefnismagninu og það torleysta er um 80%. Tölfræðilegar niðurstöður staðfesta að það er alltaf marktækur munur á laust bundnu kolefni og torleystu kolefni gagnvart dýpi og eftir gróðursamsetningu í bæði mg C á kg jarðveg og % C af heildarkolefni jarðvegs. Varðandi gróðurfar þá er munur á laust bundna og torleysta kolefninu milli jarðvegs greniskógarins og jarðvegs hinna gróðurlendanna: birkiskógar og mólendis. Dýpi hefur einnig áhrif. Magn laust bundins kolefnis er hlutfallslega meira í efsta laginu (0 - 10 cm) en magn torleysts kolefnis er hlutfallslega meira í neðra laginu (10 - 20 cm). Þetta á við í öllum þremur jarðvegum með mismunandi gróðurlendum.Þessar niðurstöður má útskýra með niðurbroti plöntuleifa, málm-húmus-knippi og áhrifum örvera á jarðveginn. Icelandic Andosols contain a high amount of carbon compared to other soil types. However, it is unknown how much of that carbon is labile, i.e. easily released out to the soil. The aim of this research is to calculate the amount of labile and stable carbon of Andosol in the North-East part of Þingvallavatn (Iceland) in three different places and at two different ...