Vísanir í vímuefni í íslenskri rapptónlist - sjónarhorn listamanna

Rapptónlist hefur notið mikilla vinsælda á Íslandi undanfarin ár. Rappið hefur löngum verið tengt við vímuefni og talsvert er um að vímuefni séu nefnd í textum, oftar en ekki tengd jákvæðri upplifun. Markmið rannsóknarinnar var að kanna viðhorf íslenskra rapptónlistarmanna til vísana í vímuefni í ís...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Halla Sigrún Arnardóttir 1963-
Other Authors: Háskóli Íslands
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2019
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/34497
Description
Summary:Rapptónlist hefur notið mikilla vinsælda á Íslandi undanfarin ár. Rappið hefur löngum verið tengt við vímuefni og talsvert er um að vímuefni séu nefnd í textum, oftar en ekki tengd jákvæðri upplifun. Markmið rannsóknarinnar var að kanna viðhorf íslenskra rapptónlistarmanna til vísana í vímuefni í íslenskri rapptónlist og viðhorf þeirra til þess að vera fyrirmyndir fyrir ungt fólk. Rannsóknaraðferðin var eigindleg. Tekin voru viðtöl við fimm vinsæla rapptónlistarmenn, eina konu og fjóra karla. Viðtölin voru greind með aðferðum grundaðrar kenningar. Helstu niðurstöður voru þær að togstreitu gætir hjá tónlistarmönnunum milli ábyrgðar annars vegar og listræns frelsis hins vegar. Flestir listamennirnir gerðu sér grein fyrir hugsanlegri ábyrgð gagnvart hlustendum sínum og því að vera fyrirmynd. Þeim var þó mikilvægt að vera sannir í sköpun sinni og hafa frelsi til að tjá veruleika sinn án ritskoðunar. Sumir viðmælenda upplifðu að þeir væru settir í hlutverk fyrirmynda án þess að óska eftir því. Í kjölfar umræðu um ótímabær dauðsföll ungs fólks af völdum vímuefna höfðu sumir tónlistarmannanna endurskoðað afstöðu sína til vímuefnaumfjöllunar og ákveðið að minnast ekki á vímuefni í eigin textum. Listamönnunum fannst óréttlátt að bent væri á þá og tónlist þeirra sem hugsanlega ástæðu og/eða hvatningu fyrir ungmenni til að neyta vímuefna. Sögðu þeir textana í rappinu mögulega spegla ákveðna þætti samfélagsins sem nú þegar væru til staðar, svo sem vímuefnaneyslu. Hluti viðmælenda taldi að jákvæð umfjöllun erlendra rappara um vímuefni hefði kveikt áhuga þeirra sjálfra á ákveðnum vímuefnum þegar þeir voru yngri og töldu þeir að textar og önnur dægurmenning hefði mögulega áhrif á ungt fólk. Fram kom gagnrýni á ýmsar stofnanir samfélagsins, svo sem skólakerfið og heilbrigðiskerfið. Töldu sumir viðmælenda að rekja mætti vímuefnaneyslu ungmenna að einhverju leyti til andlegrar vanlíðanar, kvíða og þunglyndis. Ekki væri tekið á þeim vanda og væri það í raun á ábyrgð alls samfélagsins. Rap music has been very popular in Iceland ...