Svefnvenjur 15 ára unglinga á Íslandi og áhættuþættir fyrir svefnvanda

Inngangur: Svefnleysi unglinga getur valdið ýmsum heilsufarsvandamálum. Fáar íslenskar rannsóknir hafa verið gerðar um svefn unglinga og hvaða þættir hafa áhrif á hann. Markmið: Að kanna fjölda unglinga á Íslandi sem uppfylla ekki viðmið um ráðlagðan svefn og skoða tengsl þess við skjánotkun, reglur...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Hanna Þorgerður Vilhjálmsdóttir 1965-
Other Authors: Háskóli Íslands
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2019
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/34494
Description
Summary:Inngangur: Svefnleysi unglinga getur valdið ýmsum heilsufarsvandamálum. Fáar íslenskar rannsóknir hafa verið gerðar um svefn unglinga og hvaða þættir hafa áhrif á hann. Markmið: Að kanna fjölda unglinga á Íslandi sem uppfylla ekki viðmið um ráðlagðan svefn og skoða tengsl þess við skjánotkun, reglur og eftirlit foreldra auk sambands foreldra við unglinga. Aðferðir: Unnið var með gögn frá Rannsóknum og greiningu. Þátttakendur voru allir nemendur í 9. bekk á Íslandi árið 2016. Svarhlutfall var 84% (3.507/4.198). Tvíkosta lógistísk aðhvarfsgreining var notuð og reiknuð var hlutfallsleg áhætta með 95% öryggismörkum. Niðurstöður voru leiðréttar fyrir kyni. Niðurstöður: 40% þátttakenda uppfyllti ekki viðmið um ráðlagðan svefntíma (≥ 8 klst.). Stúlkur voru líklegri en drengir til að ná ekki viðmiðum um ráðlagðan svefntíma (ÁH 1,20; ÖB 1,08-1,33). Niðurstöður sýndu skammtaháða svörun milli þess tíma sem varið er í skjánotkun og svefnlengdar, þ.e. áhættan á að uppfylla ekki viðmið um ráðlagðan svefntíma jókst með auknum skjátíma. Unglingar sem eiga foreldra sem setja ekki reglur um útivistartíma (ÁH 1,30; ÖB 1,16-1,47) og þekkja ekki vini þeirra (ÁH 1,70; ÖB 1,40-2,01) eru líklegri til að ná ekki ráðlögðum svefntíma. Eins eru unglingar sem eyða ekki tíma með foreldrum um helgar líklegri til að ná ekki ráðlögðum svefntíma (ÁH 1,55; ÖB 1,31-1,81). Ályktun: Stór hluti 15 ára íslenskra unglinga nær ekki ráðlögðum svefni. Nauðsynlegt er að auka fræðslu til foreldra og unglinga um mikilvægi svefns og hvetja foreldra til að hafa eftirlit með unglingum, eyða tíma með þeim og setja þeim hæfileg mörk varðandi notkun skjátækja. Background: Sleep deprivation in adolescents can cause various health problems. Few studies have assessed the sleeping habits of Icelandic adolescents. Aims: Assess the proportion of adolescents in Iceland who do not meet sleep requirement recommendations. In addition, to assess the association of sleep duration and screen time, rules and monitoring of parents as well as the parent-child relationship. ...