Hjólastólaaðgengi á Norðausturlandi. Ásbyrgi, Dimmuborgir og Jarðböðin á Mývatni.

Sú mikla aukning í heimsóknum erlendra ferðamanna til Íslands undanfarin ár hefur opnað augu Íslendinga fyrir þeim tækifærum sem ferðaþjónusta hefur í för með sér fyrir íslenskt efnahagslíf. Samhliða auknum vexti í starfgreininni hafa stjórnvöld á Íslandi sett meiri áherslu á uppbyggingu innviða fyr...

Full description

Bibliographic Details
Main Authors: Sveinn Skorri Höskuldsson 1987-, Egill Rúnar Björgvinsson 1987-
Other Authors: Háskóli Íslands
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2019
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/34489
Description
Summary:Sú mikla aukning í heimsóknum erlendra ferðamanna til Íslands undanfarin ár hefur opnað augu Íslendinga fyrir þeim tækifærum sem ferðaþjónusta hefur í för með sér fyrir íslenskt efnahagslíf. Samhliða auknum vexti í starfgreininni hafa stjórnvöld á Íslandi sett meiri áherslu á uppbyggingu innviða fyrir ferðaþjónustuna ásamt því að mikil aukning hefur verið í námi tengdu ferðamennsku. Ferðaþjónusta er stór og fjölþætt atvinnugrein og er henni skipt í margar undirgreinar sem allar hafa mismunandi áherslur. Ein af þessum undirgreinum snýr að ferðalögum hjá okkar smæðustu samfélagsþegnum, hreyfihömluðum og öldruðum, og heitir hún aðgengileg ferðaþjónusta. Aðgengileg ferðaþjónusta gengur í grófum dráttum út á að veita öllum jafnt tækifæri á við aðra samfélagshópa til þess að ferðast og upplifa ferðalög án þess að verða fyrir alvarlegum hindrunum á ferðalagi sínu. Í þessari BS-rannsókn tókum við fyrir þrjá vinsæla ferðamannastaði á Norðausturlandi Íslands, Ásbyrgi, Dimmuborgir og Jarðböðin á Mývatni, og skoðuðum við aðgengismál á stöðunum með vettvangsathugunum sem við framkvæmdum ásamt því að taka viðtöl við þrjá hjólastólanotendur um þeirra upplifun á aðgengismálum. Niðurstöður leiddu í ljós að aðgengi var víða ágætt á þessum stöðum en þó kom það fram í viðtölunum að mikið vantar upp á upplýsingargjöf til hjólastólanotenda á þessum ferðamannastöðum sem og öðrum. Lykilorð: Dimmuborgir, Ásbyrgi, Jarðböðin á Mývatni, Aðgengileg ferðaþjónusta, upplýsingajöf, hjólastóll The large increase in foreign tourists that visit Iceland in recent years has opened the eyes of Icelanders to the opportunities that tourism has for the Icelandic economy. Along with the increased growth in the profession, the authorities in Iceland have placed greater emphasis on infrastructure development for the tourism industry, and there has been a significant increase in tourism-related education. Tourism is a large and diverse industry and is divided into many sub-sectors, all of which have different emphases. One of these sub-sectors is about ...