Kjarasamningar stéttarfélaga á almennum vinnumarkaði: Hvar eru bestu réttindin?

Meirihluti launþega á íslenskum vinnumarkaði starfar eftir kjarasamningum en lítið er til um ritrýndar rannsóknir um stéttarfélög, kjarasamninga og samskipti á þeim vettvangi við atvinnurekendur. Ekki fannst nein rannsókn þar sem samanburður hefur verið gerður á kjarasamningum stéttarfélaga á almenn...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Emma Ingibjörg Valsdóttir 1974-
Other Authors: Háskóli Íslands
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2019
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/34436
Description
Summary:Meirihluti launþega á íslenskum vinnumarkaði starfar eftir kjarasamningum en lítið er til um ritrýndar rannsóknir um stéttarfélög, kjarasamninga og samskipti á þeim vettvangi við atvinnurekendur. Ekki fannst nein rannsókn þar sem samanburður hefur verið gerður á kjarasamningum stéttarfélaga á almennum vinnumarkaði við Samtök atvinnulífsins (SA). Í rannsókninni er því leitað svara við eftirfarandi rannsóknarspurningu: Er munur á kjörum launþega á almennum vinnumarkaði eftir því í hvaða stéttarfélagi þeir eru? Við greiningu á kjarasamningum var notast við innihaldsgreiningu (e. content analysis), þar sem eftirfarandi þættir voru skoðaðir: vinnutími, orlof, veikindi, uppsagnarfrestur og framlag launagreiðanda í sjóði stéttarfélaganna. Til rannsóknar voru allir núgildandi kjarasamningar stéttarfélaga á almennum vinnumarkaði við SA, að undanskildum kjarasamningi sjómanna. Kjarasamningarnir sem notaðir voru við greininguna voru aðgengilegir á opnu vefsvæði hjá bæði Samtökum atvinnulífsins og stéttarfélögum. Niðurstöður sýna að almennt eru réttindi launþega sambærileg á milli kjarasamninga, fjöldi daga sem starfsmenn ávinna sér í veikindum, orlofi og á uppsagnafresti er í flestum tilvikum sá sami, en helsti munurinn á milli kjarasamninga liggur í þeim tíma sem tekur að ávinna sér réttindin. Efnisorð: Kjarasamningar, stéttarfélög, vinnumarkaður, vinnulöggjöfin. The majority of employees on the Icelandic labour market work in accordance to collective wage agreements, but few peer-reviewed studies have been made on unions, collective wage agreements and the communication thereof with employers. No study was found which compares the collective wage agreements made by various unions with The Confederation of Icelandic Employers (Samtök atvinnulífsins, SA). Thus, this study poses the research question: Is there a difference between employee benefits on the labour market depending on unions? The method of content analysis was used to evaluate the collective wage agreements where the following factors were studied: working ...