Hvaða lykilþættir skapa árangur í verkefnum? Athugun á notkun viðurkenndra aðferða við verkefnastjórnun meðal verkefnastjóra á Íslandi

Verkefnastjórnun hefur vaxið sem fagsvið á undanförnum árum. Til marks um það er hin mikla fjölgun vottaðra verkefnastjóra sem starfa hér á landi. Fyrirtæki stýra einnig stefnumiðuðum markmiðum sínum í síauknum mæli með verkefnavinnu þvert á skipulag. Þetta meistaraverkefni byggir á tv...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Kristján Þorvaldsson 1983-
Other Authors: Háskóli Íslands
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2019
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/34435
Description
Summary:Verkefnastjórnun hefur vaxið sem fagsvið á undanförnum árum. Til marks um það er hin mikla fjölgun vottaðra verkefnastjóra sem starfa hér á landi. Fyrirtæki stýra einnig stefnumiðuðum markmiðum sínum í síauknum mæli með verkefnavinnu þvert á skipulag. Þetta meistaraverkefni byggir á tvíþættri rannsókn um þá lykilþætti sem skapa árangur í verkefnum. Annars vegar er um að ræða megindlega rannsókn í formi spurningakönnunar sem lögð var fyrir verkefnastjóra sem starfa á Íslandi. Hins vegar var framkvæmd eigindleg rannsókn í formi viðtala sem tekin voru við aðila sem gáfu kost á viðtali eftir þátttöku í spurningakönnun. Markmið rannsóknar var að bera saman viðhorf verkefnastjóra hér á landi, bæði þeirra sem hafa hlotið menntun á sviðinu og þeirra sem ekki hafa hlotið menntun, þeirra sem hafa hlotið vottun og þeirra sem ekki hafa hlotið vottun, við þá þætti sem International Project Management Association (IPMA) og Project Management Institute (PMI) leggja til grundvallar árangursríkri verkefnastjórnun. Niðurstaða rannsóknar leiðir í ljós að þó verkefnastjórar hér á landi hafi tileinkað sér hluta aðferðafræði IPMA og PMI þá er enn langt í land með að verkefni séu unnin að fullu eftir þeim grunni þar sem fjórðungur þátttakenda hefur ekki beitt neinum af þeim aðferðum sem spurt var um, í verkefnum síðustu tveggja ára. Rannsókn leiðir einnig í ljós að oft er árangur ekki í fullu samræmi við upphafleg markmið en meginmarkmið aðferðafræði IPMA og PMI er að ná góðri útkomu úr verkefnavinnu með viðurkenndum aðferðum. Project Management has been growing as a profession in the recent years. The number of certified Project Managers that work in Iceland has grown substantially. Companies have also adopted the framework of Project Management in order to fulfill their strategic mission where the work is performed across functions and divisions. This master thesis is based on two-fold research on key factors that drive projects to successful outcome. A ...