„Ég hef engan svikið með mínum verkum, allt var þetta skóli“ Vinnukonur í þéttbýli á 2.–4. áratug 20. aldar

Vinnukonustéttin var fjölmennasta stétt launavinnandi kvenna á fyrstu áratugum 20. aldar. Ekki var um auðugan garð að gresja þegar kom að atvinnumöguleikum kvenna. Þótt konum sem fengust við kennslu og verslunarstörf fjölgaði þegar leið á öldina, svo dæmi séu tekin, þá var fátt annað í boði en að vi...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Kristín Marselíusardóttir 1988-
Other Authors: Háskóli Íslands
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2019
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/34417
Description
Summary:Vinnukonustéttin var fjölmennasta stétt launavinnandi kvenna á fyrstu áratugum 20. aldar. Ekki var um auðugan garð að gresja þegar kom að atvinnumöguleikum kvenna. Þótt konum sem fengust við kennslu og verslunarstörf fjölgaði þegar leið á öldina, svo dæmi séu tekin, þá var fátt annað í boði en að vinna inni á heimilum hjá öðrum. Litið var á vinnukonustarfið sem tímabundna stöðu í lífi kvenna, og spannaði hún tímabilið frá unglingsárum og þar til þær gengu í hjónaband. Talað hefur verið um að það að vera vinnukona inni á góðu heimili hafi verið góður vettvangur fyrir efnaminni stúlkur til að læra hússtjórn, matreiðslu, þrifnað og önnur heimilisstörf. En aðstæður í vistunum voru oft erfiðar, vinnudagarnir langir, lítið um frí og mikið um líkamlega vinnu. Í ritgerðinni verður fjallað um vinnukonur sem unnu inni á heimilum í þéttbýli, einkum Reykjavík, á fyrstu áratugum 20. aldar. Byggt er á viðtölum (spurningaskrám) sem tekin voru á vegum Þjóðháttasafns Þjóðminjasafns 1983-1987. Viðtölin verða greind, farið yfir aðstæður, vinnuskyldur, kaup og kjör, frí og hvernig lífið almennt var í vistunum. Viðhorf kvennanna til vistarinnar verða skoðuð og spurningunni um hvort þær hafi litið á þetta sem tækifæri til menntunar verður svarað. Viðtölin eru sett í samhengi við stöðu kvenna á þessum tíma og ríkjandi hugmyndir um hlutverk og eðli kvenna. Niðurstaða rannsóknarinnar er sú að flesta stúlkur sem fóru í vist gerðu svo vegna þess að þær urðu að fara að vinna fyrir sér og í mörgum tilfellum litu þær á það sem tækifæri til að læra hússtjórn og heimilishald. Vistin hefur því verið eins konar skóli í augum margra.