Árangursstjórnun í háskólum á Íslandi - Hvernig nýtist aðferðafræði árangursstjórnunar í opinberu háskólunum?

Ritgerðin fjallar um innleiðingu nýskipunar í ríkisrekstri (e. new public management) á Íslandi, sögu háskólastarfs í Evrópu og upphaf háskólastarfs á Íslandi. Í ritgerðinni er fjallað um áhrif árangursstjórnunar hjá hinu opinbera og á háskólastarf í Evrópu. Rannsóknin beinist að opinberu háskólunum...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Rebekka Silvía Ragnarsdóttir 1978-
Other Authors: Háskóli Íslands
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2019
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/34397
Description
Summary:Ritgerðin fjallar um innleiðingu nýskipunar í ríkisrekstri (e. new public management) á Íslandi, sögu háskólastarfs í Evrópu og upphaf háskólastarfs á Íslandi. Í ritgerðinni er fjallað um áhrif árangursstjórnunar hjá hinu opinbera og á háskólastarf í Evrópu. Rannsóknin beinist að opinberu háskólunum á Íslandi, en þeir eru fjórir; Háskólinn á Akureyri, Háskólinn á Hólum, Háskóli Íslands og Landbúnaðarháskóli Íslands. Heyra þeir allir undir lög um opinbera háskóla nr. 85/2008. Viðtöl voru tekin við sjö stjórnendur hjá opinberu háskólunum um innleiðingu og áhrif árangursstjórnunar í þeirra stofnun. Opinberu háskólarnir nýta sér aðferðir í tengslum við stefnumótun og eftirfylgni en matskerfi opinberra háskóla er mest notaða og þekktasta árangursstjórnunarkerfið hjá háskólunum. Helstu niðurstöður eru að innleiðing á árangursstjórnun í tengslum við stefnumótun er komin mislangt á veg í háskólunum, en stjórnendur eru almennt jákvæðir gagnvart árangursstjórnun í tengslum við almenna stefnumótun, þó minni háskólarnir hafi lítið bolmagn til að sinna árangursmati og fylgja því eftir. Matskerfi opinberra háskóla þykir hingað til hafa skilað árangri hvað varðar rannsóknarvirkni. Kerfið er engu að síður umdeilt, helst fyrir mikla áherslu á rannsóknarhlutann og skort á vægi kennslu, en ljóst er að mælikvarða á gæði kennslu skortir í matskerfið og framlag til þjóðfélagsumræðu er lítt metið í kerfinu. Það er sömuleiðis á skjön við stefnur háskólanna um tengsl við samfélagið. The dissertation deals with the introduction of New Public Management in Iceland, the history of universities in Europe and the beginning of higher education in Iceland. The paper includes a discussion of the impact of performance management in the public sector and on the activities of universities in Europe and examines the impact of performance management on university work. The study is aimed at the four public universities in Iceland; the University of Akureyri, Hólar University College, the University of Iceland and The Agricultural University of ...