Tónlist tónlistarinnar vegna. Heimildarmynd um Off Venue Iceland Airwave

Tónlist tónlistarinnar vegna - Heimildarmynd um Off Venue Iceland Airwaves er meistararitgerð um heimildarmyndina Off Venue – Tónlist tónlistarinnar vegna og tekur fyrir gerð og efni heimildarmyndar í hagnýtri menningarmiðlun um hliðardagskrá stærstu og þekktustu tónlistarhátíðar Íslands. Leitast er...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Jóhann Ágúst Jóhannsson 1973-
Other Authors: Háskóli Íslands
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2019
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/34359
Description
Summary:Tónlist tónlistarinnar vegna - Heimildarmynd um Off Venue Iceland Airwaves er meistararitgerð um heimildarmyndina Off Venue – Tónlist tónlistarinnar vegna og tekur fyrir gerð og efni heimildarmyndar í hagnýtri menningarmiðlun um hliðardagskrá stærstu og þekktustu tónlistarhátíðar Íslands. Leitast er við að gefa greinargóða yfirsýn á gerð heimildarmyndarinnar, hún staðsett innan fræðilegrar umfjöllunar um heimildarmyndir, efnistök og aðferðir sem eiga við Off Venue – Tónlist tónlistarinnar vegna útskýrð og fjallað um markmið með framleiðslu myndarinnar og greining gerð á efninu. Rætt verður um hlutverk tónlistarviðburða út frá sjónarhorni viðburðarstjórnunar og menningarfræða og skoðað hvort og hvernig Off Venue á Iceland Airwaves eykur heildarupplifun þátttakenda og áhrif á tónlistarlífið í tónlistarborginni Reykjavík. Með verkefninu er leitast við að finna svör við tvíþættri rannsóknarspurningu sem liggur til grundvallar um gildi og mikilvægi Off Venue fyrir tónlistarlífið: a) Er Off Venue mikilvægt og hvernig þá? b) Er þörf fyrir þennan hliðarvettvang og hverjum þjónar hann? Efni heimildarmyndarinnar er útskýrt, tónlistarviðburðir og mikilvægi þeirra fyrir ferðamennsku og borgarlíf sett í samhengi við rannsóknir á tónlistarviðburðum og viðburðarfræði. Markmið myndarinnar og greining á efninu sem ritgerðin fjallar um er að varpa ljósi á það mikilvæga hlutverk sem Off Venue gegnir fyrir tónlistarfólk, Reykjavík og tónleikagesti á Iceland Airwaves hátíðinni. Hvað fólgið er í því að vera vettvangur fyrir þá miklu grósku sem býr í íslensku tónlistarlífi og veita fólki fleiri tækifæri til að upplifa tónlist á hinum ýmsu stöðum meðan á Iceland Airwaves stendur yfir. Þeir þættir sem hér eru til umfjöllunar snúa að hliðardagskrá Iceland Airwaves 2016 og þeim sem að henni koma. Í niðurstöðum er rannsóknarspurningum svarað og reynt að greina áhrif dagskrárinnar en einnig er fjallað um breyttar áherslur með aðkomu nýrra rekstraraðila að Iceland Airwaves. Lykilorð: Iceland Airwaves, Off Venue, heimildarmynd, hliðardagskrá, ...