Tvítyngi: Áskoranir og ávinningur í fjölmenningarsamfélagi

Þessi ritgerð er hluti af BA-námi í íslensku sem öðru máli. Í ritgerðinni er fjallað um fræðihugtök og reynt að varpa ljósi á þau vandamál sem tengjast tvítyngi í skóla. Margir þættir hafa áhrif á innflytjendur og réttindi þeirra í fjölmenningarsamfélagi. Fjallað verður um mikilvæg hugtök: móðurmál,...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Nichada Tanuttunya 1983-
Other Authors: Háskóli Íslands
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2019
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/34301
Description
Summary:Þessi ritgerð er hluti af BA-námi í íslensku sem öðru máli. Í ritgerðinni er fjallað um fræðihugtök og reynt að varpa ljósi á þau vandamál sem tengjast tvítyngi í skóla. Margir þættir hafa áhrif á innflytjendur og réttindi þeirra í fjölmenningarsamfélagi. Fjallað verður um mikilvæg hugtök: móðurmál, annað mál, erlent mál, tvítyngi og máltöku barna. Fjallað verður sérstaklega um skilgreiningar fræðimanna á tvítyngi og jafnframt hvort kalla eigi fólk sem hefur vald á erlendum tungumálum tvítyngt. Þá verður fjallað um samskipti tvítyngdra við aðra í fjölskyldu, samfélagi og í skólakerfi til að skoða aðstæður tvítyngdra barna í daglegu lífi sem er nauðsynlegt fyrir börn sem eiga íslensku sem annað mál. Í ritgerðinni verður litið á það sem hefur áhrif á tvítyngi. Þá verður fjallað um þau hugtök sem tengjast fjölmenningu í skólastarfi sem mynda ramma um það hvernig á að skipuleggja kennslu og ákveða hvernig á að kenna miðað við fjölbreytta nemendahópa. Fjallað er um helstu þætti sem snerta tvítyngda nemendur og velferð þeirra í skólastarfi til þess að fá skilning á skólakerfi og fjölbreyttum nemendahópum. Í lok ritgerðarinnar er svo fjallað um viðhorf kennara. Tekið voru viðtal við umsjónarkennara í grunnskóla í Reykjavík. Þar er fjallað er um afstöðu nemenda, viðfangsefni íslenskukennslunnar, kunnáttu í móðurmáli og fleira sem tengist skólastarfi.