Í kjallaranum: Myndlistarsýningar Listafélags Menntaskólans í Reykjavík 1965-1970

Þessi ritgerð er unnin til BA-prófs í listfræði við Háskóla Íslands. Í ritgerðinni verður fjallað um Listafélag Menntaskólans í Reykjavík, stofnun þess og upphafsár, en fyrst og fremst myndlistarsýningar sem félagið hélt á árunum 1965-1970. Leitað verður að svörum við því hvers vegna sýningarnar lit...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Grétar Þór Sigurðsson 1993-
Other Authors: Háskóli Íslands
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2019
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/34296
Description
Summary:Þessi ritgerð er unnin til BA-prófs í listfræði við Háskóla Íslands. Í ritgerðinni verður fjallað um Listafélag Menntaskólans í Reykjavík, stofnun þess og upphafsár, en fyrst og fremst myndlistarsýningar sem félagið hélt á árunum 1965-1970. Leitað verður að svörum við því hvers vegna sýningarnar litu fyrst dagsins ljós sem og hvers vegna sýningarhaldi lauk um 1970. Þá verður þess freistað að sýna fram á mikilvægi sýninga Listafélagsins fyrir menningarlíf Reykjavíkur á þeim tíma sem sýningarnar voru haldnar. Í fyrsta kafla verður farið yfir stofnun og fyrstu starfsár Listafélagsins. Í öðrum kafla verður fjallað um myndlistarsýningar félagsins. Reynt verður að gera umfangi þeirra skil með hliðsjón af sýningarskrám auk þess sem skrif gagnrýnenda verða skoðuð. Í þriðja kafla verður lauslega fjallað um starfsemi félagsins eftir 1970 og stöðu félagsins í dag. Á sýningum þeim sem hér verða til umfjöllunar sýndi Listafélagið verk nokkurra fremstu og þekktustu listamanna þjóðarinnar. Það er því ljóst að nemendurnir sem stýrðu félaginu réðust ekki á garðinn þar sem hann var lægstur. Sýningarnar hlutu verðskuldaða athygli, en lítið hefur verið skrifað um sýningarnar utan dagblaðagreina þess tíma.