Lagaleg ráðherraábyrgð : Landsdómur og Mannréttindadómstóll Evrópu í máli Geirs H. Haarde

Ritgerð þessi ber heitið Lagaleg ráðherraábyrgð, Landsdómur og mannréttindadómstóll Evrópu í máli Geirs H. Haarde. Með lagalegri ráðherraábyrgð er átt við þegar ráðherra er lögum samkvæmt gert að sæta refsiábyrgð vegna embættisverka hans í starfi, sem sker sig frá hinum pólitíska anga ráðherraábyrgð...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Haukur Þorsteinsson 1986-
Other Authors: Háskólinn í Reykjavík
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2019
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/34286
Description
Summary:Ritgerð þessi ber heitið Lagaleg ráðherraábyrgð, Landsdómur og mannréttindadómstóll Evrópu í máli Geirs H. Haarde. Með lagalegri ráðherraábyrgð er átt við þegar ráðherra er lögum samkvæmt gert að sæta refsiábyrgð vegna embættisverka hans í starfi, sem sker sig frá hinum pólitíska anga ráðherraábyrgðar sem hann getur þurft að sæta vegna hverju því sem í starfi hans felst óháð lögum, kjósi meirihluti Alþingis að draga viðkomandi til ábyrgðar með vantraust tillögu. Í ritgerðinni spyr höfundur hvort að framkvæmd laganna fái staðist Mannréttindasáttmála Evrópu og dregur saman það helsta sem nú er vitað um efnið, að undangengnum Landsdómi, þeim fyrsta og eina sem fallið hefur á grundvelli laga um ráðherrábyrgð og laga um Landsdóm, rúmri öld frá setningu laganna. Sú framkvæmd Landsdóms, sem nánar verður lýst, var tekin til endurskoðunar hjá mannréttindadómstól Evrópu og reynir höfundur að varpa ljósi á þær niðurstöður, bæði sérstaklega og í heild sinni. Dómþoli í umræddu máli, Geir H. Haarde vann að margra mati stórsigur fyrir Landsdómi, þótt hann hafi verið sakfelldur af í einum ákærulið af tveimur. Honum gekk hins vegar ekki eins vel fyrir mannréttindadómstól Evrópu sem vísaði á bug helstu kröfum hans um að rétturinn til réttlátrar málsmeðferðar hafi verið brotinn. Málmeðferð Landsdóms stendur fast í lappirnar að þessari endurskoðun undangenginni en sambærilegt fyrirkomulag úr erlendum rétti hefur verið samþykkt af mannréttindadómstól Evrópu. Þetta þýðir þó ekki að framkvæmdin sé hafin yfir alla gagnrýni enda er engin ástæða til að fylgja með í blindni þegar kemur að réttindum sakaðra manna og málsmeðferðinni sem þeir sæta. The essay ́s topic is Statutory ministerial accountability – Court of Impeachment & EuropeanCourt of Human Rights in case Haarde v. Iceland. Statutory ministerial accountability meansthat ministers are, by law, criminally accountable for ministerial breaches in office. Opposedto this, is political accountability whereas ministers, disregard what tha law is, areaccountable to their ...