Lýðræði, þátttaka og samvinna : íslensk-pólsk barnaorðabók sem stuðningur við nám

Nemendum af erlendum uppruna hefur fjölgað á Íslandi undanfarin ár og þurfa skólar og kennarar að koma til móts við þá með fjölbreyttum kennsluaðferðum og námsefni. Tilgangur verkefnisins var að útbúa námsefni sem hjálpar pólskum nemendum við nám sitt og við að læra íslensku. Verkefnið er barnaorðab...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Marta Sigurjónsdóttir 1979-
Other Authors: Háskóli Íslands
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2019
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/34242
Description
Summary:Nemendum af erlendum uppruna hefur fjölgað á Íslandi undanfarin ár og þurfa skólar og kennarar að koma til móts við þá með fjölbreyttum kennsluaðferðum og námsefni. Tilgangur verkefnisins var að útbúa námsefni sem hjálpar pólskum nemendum við nám sitt og við að læra íslensku. Verkefnið er barnaorðabók sem hæfir börnum á grunnskólastigi, en hún inniheldur stærra letur en í klassískum orðabókum og einfaldar myndir. Markmiðið er að hún nýtist nemendum af pólskum uppruna við nám sitt í íslensku sem öðru tungumáli og stuðli að því að þeir geti eytt meiri tíma inn í bekk með samnemendum sínum og unnið sjálfstætt einstaklingsmiðuð verkefni í íslensku. Með barnaorðabókinni fylgir greinargerð um hugmyndafræði fjölmenningarlegrar menntunar, tvítyngis og fjölbreytta kennsluaðferða sem stuðla að lýðræði, þátttöku og samvinnu. Við gerð barnaorðabókarinnar var stuðst við vefsíður fyrir kennara nemenda af erlendum uppruna, námsefni í íslensku og orðalista yfir 1000 algengustu orðin í íslensku sem tekin var saman af læsisteymi Menntamálastofnunar. Tveir nemendur af pólskum uppruna aðstoðuðu rannsakanda við þýðingar orða. Niðurstöður greinargerðar sem fylgir með barnaorðabókinni benda til þess að þátttaka, samvinna og ábyrgð sé grundvöllurinn að fjölmenningarlegum skóla. Félagsleg samskipti eru mikilvæg undirstaða þess að samvinna með öðrum nemendum og þátttaka geti átt sér stað. Þess vegna þarf að útbúa hjálpargögn sem gera nemendum af erlendum uppruna kleift að stunda nám inn í bekk með jafnöldrum sínum þar sem þeir þróa tjáskiptahæfni sína í íslensku í samskiptum við aðra nemendur. Á sama tíma eykst þekking þeirra á orðaforða í móðurmálinu. Barnaorðabók nýtist þannig sem stuðningur í námi og einnig í þjálfun hæfniviðmiða sem fram koma í Aðalnámskrá grunnskóla um notkun orðabóka. The number of pupils of foreign origin has increased in Iceland in recent years and schools and teachers need to respond to their needs with diverse teaching methods and study materials. The purpose of the project was to prepare a study material ...