„Góðir hlustendur, þetta er Útvarp Norðurlands." : svæðisútvarpið og nærsamfélag

Verkefnið er opið nemendum og starfsfólki Háskólans á Akureyri Í þessari ritgerð er fjallað um Útvarp Norðurlands. Í ritgerðinni er saga útvarpsins rakin, tekin viðtöl við fyrrverandi og núverandi svæðisstjóra útvarpsins, gerð úttekt á svæðisskiptingu fréttaflutnings og kannað viðhorf bæjar- og svei...

Full description

Bibliographic Details
Main Authors: Bjartur Máni Sigurðsson, Ægir Þór Eysteinsson
Other Authors: Háskólinn á Akureyri
Format: Bachelor Thesis
Language:Icelandic
Published: 2006
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/342
Description
Summary:Verkefnið er opið nemendum og starfsfólki Háskólans á Akureyri Í þessari ritgerð er fjallað um Útvarp Norðurlands. Í ritgerðinni er saga útvarpsins rakin, tekin viðtöl við fyrrverandi og núverandi svæðisstjóra útvarpsins, gerð úttekt á svæðisskiptingu fréttaflutnings og kannað viðhorf bæjar- og sveitarstjórnarmanna nokkurra helstu byggðarkjarna Norðurlands. Í ljós kom samkvæmt svæðisskiptingunni að útvarpið sinnir öllu útsendingarsvæði sínu, sem nær frá Hvammstanga í vestri til Þórshafnar í austri, nokkuð vel þó greinilega sé mest fjallað um þéttbýlustu staðina. Niðurstöður viðhorfskönnunarinnar leiða í ljós að almenn ánægja ríkir á meðal bæjar- og sveitastjórnarmanna í fjórðungnum með störf útvarpsins. Það þykir sinna útsendingasvæði sínu vel, en mesta athygli vakti að þó menn virðist ánægðir með almenn störf útvarpsins eru þeir óánægðir með að sínum bæjum sé ekki meira sinnt. Eins kom fram krafa um fleiri jákvæðar fréttir. Viðtölin við svæðisstjóranna leiddi ýmislegt merkilegt í ljós. Svo virðist sem að stefna og markmið svæðisútvarpsins hafi verið ansi óljós til að byrja með. Jónas Jónasson, fyrsti svæðisstjórinn, kom stofnuninni á koppinn og reyndi frá upphafi að skapa henni sérstöðu. Mikil óánægja ríkti í tíð Ernu Indriðadóttur á meðal hlustenda Ríkisútvarpsins vegna þess að svæðisútsendingar Útvarps Norðurlands voru á sama tíma og Þjóðarsálin, sem var á þeim tíma einn allra vinsælasti útvarpsþáttur landsins. Í niðurlagi ritgerðarinnar er farið yfir helstu niðurstöður ritgerðarinnar, þær ræddar og velt upp spurningum. Rætt er um mikilvægi útvarpsins fyrir nærsamfélagið og hvernig best væri fyrir útvarpið að haga starfsemi sinni. Einnig er rætt er um hvert hlutverk stofnunarinnar ætti að vera og hvort hugmyndir fólks á Norðurlandi um hlutverk þess, fari saman.