Aðferðir sem leikskólastjórar nota til að styrkja deildarstjóra sem faglega leiðtoga

Viðfangsefni þessarar ritgerðar er upplifun og reynsla leikskólastjóra af því hvernig þeir sinni stjórnendahlutverki sínu gagnvart deildarstjórum, hvernig þeir styrki þá sem faglega leiðtoga og hvort og þá hvernig þeir telji sig dreifa því valdi og ábyrgð sem deildarstjórinn þarf til að tryggt sé að...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Pála Pálsdóttir 1971-
Other Authors: Háskóli Íslands
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2019
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/34187
Description
Summary:Viðfangsefni þessarar ritgerðar er upplifun og reynsla leikskólastjóra af því hvernig þeir sinni stjórnendahlutverki sínu gagnvart deildarstjórum, hvernig þeir styrki þá sem faglega leiðtoga og hvort og þá hvernig þeir telji sig dreifa því valdi og ábyrgð sem deildarstjórinn þarf til að tryggt sé að árangur náist í starfi með börnunum. Um er að ræða eigindlega rannsókn þar sem gagna var aflað með hálfopnum viðtölum við leikskólastjóra í átta stórum leikskólum í Reykjavík, allir hafa þeir áralanga reynslu sem leikskólastjórar. Helstu niðurstöður eru að allir leikskólastjórarnir segjast nota starfslýsingu deildarstjóra, sem fylgir kjarasamningi KÍ vegna FL og Félags íslenskra sveitarfélaga, til að skilgreina starf deildarstjóra og þeir telja sig dreifa þeirri ábyrgð og því valdi sem deildarstjórar þurfi til að stjórna deildinni. Þeir nota bæði formlegar og óformlegar leiðir, allt frá reglulegum stjórnteymisfundum til þess að veita mikinn aðgang að sér í óformlegt spjall um málefni deildarinnar. Túlkun á starfslýsingunni og skoðun á því hversu mikið vald og ábyrgð deildarstjóri þarf eða á að hafa er misjöfn. Fjórir leikskólastjóranna sögðust fylgjast vel með því sem gerist á deildum með því að fara þar inn og veita endurgjöf og aðhald. Hinir fjórir segjast leggja áherslu á stefnumótun í samráði við deildarstjórana og gefa þeim svo frelsi til athafna. Allir leikskólastjórarnir telja að starf deildarstjóra sé mikilvægt og víðtækt og að kröfur til þeirra hafi aukist á undanförnum árum. Þeir nefna að meira sé kallað eftir innra mati, samfélagið sé orðið fjölbreyttara og foreldrar kröfuharðari og segja að til að standa undir þessu þurfi deildarstjórar töluverðan stuðning frá leikskólastjóra. Því var flestum leikskólastjórunum tíðrætt um að endurskoða þurfi skipulag og skipurit leikskóla þannig að það styðji betur við deildarstjóra og starfsemi leikskólanna. Leikskólastjórarnir höfðu allir reynslu af því að hafa deildarstjóra sem ekki er leikskólakennari og segja að slíkir deildarstjórar þurfi meira aðhald og stuðning og ...