Að stýra í mótbyr : reynsla skólastjóra leik- og grunnskóla af sameiningum

Viðfangsefni ritgerðarinnar er að skoða sameiningar leik- og grunnskóla í Reykjavík sem áttu sér stað árið 2011. Sjónum er beint að reynsluheimi skólastjóra sem stóðu í brúnni og höfðu það hlutverk að leiða skólastarfið. Þeir tókust á við krefjandi áskoranir en margskonar tækifæri urðu á vegi þeirra...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Margrét Ólöf Jónsdóttir 1966-
Other Authors: Háskóli Íslands
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2019
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/34185
Description
Summary:Viðfangsefni ritgerðarinnar er að skoða sameiningar leik- og grunnskóla í Reykjavík sem áttu sér stað árið 2011. Sjónum er beint að reynsluheimi skólastjóra sem stóðu í brúnni og höfðu það hlutverk að leiða skólastarfið. Þeir tókust á við krefjandi áskoranir en margskonar tækifæri urðu á vegi þeirra allra. Markmið rannsóknarinnar er að auka skilning á stöðu stjórnenda við þessar aðstæður og að varpa ljósi á leiðir sem geta stuðlað að farsælu sameiningarferli en ekki síður að benda á atriði sem mögulega virka hamlandi og truflandi í ferlinu. Rannsóknin byggir á eigindlegri rannsóknaraðferð með langtímasniði en gagna er aflað frá sömu þátttakendum á þriggja ára tímabili. Gögnum var safnað með viðtölum við þrjá skólastjóra á árunum 2011 - 2014, samtals 14 viðtöl. Niðurstöður rannsóknarinnar benda til þess að sameiningar leik- og grunnskólanna hafi reynt mikið á skólastjórnendur. Þeir telja að í sameiningunum felist ákveðin tækifæri en jafnframt miklar áskoranir. Sameiningarnar áttu ekki langan aðdraganda og af þeim sökum bar á ákveðnu stefnuleysi og tilviljunarkenndri ákvarðanatöku ásamt pólitískum afskiptum sem höfðu hamlandi áhrif á ferlið. Viðhorf þeirra sem í skólunum störfuðu og forráðamanna nemenda höfðu einnig víðtæk áhrif á ferlið. Þau mótuðust að miklu leyti af því hvort viðkomandi sáu tilgang með sameiningunum eða ekki. Aðlögun nemenda gekk yfirleitt vel en aðlögun kennara var mun vandasamari. Munur á menningu á starfstöðvum vóg þar þungt. Aðbúnaður á starfstöðvum og skortur á fjármagni til að mæta kostnaði vegna sameininganna setti einnig mark sitt á ferlið. Vonast er til að nýta megi niðurstöður þessarar rannsóknar til þess að dýpka skilning á sameiningarferlinu og sem vegvísi um hvernig ákjósanlegt er að standa að sameiningum og hvað beri að varast. This thesis will examine the merging of Reykjavík’s kindergartens and primary schools, which took place in 2011. It will focus on the principals who were at the helm and were tasked with leading the merged institutes. In doing so, they faced demanding ...