HLJÓM-2 og hvað svo? : íhlutun fyrir börn sem mælast með slaka færni á mál- og hljóðkerfisvitundar prófinu HLJÓM-2

Flestir leikskólar landsins nota prófið HLJÓM-2 til þess að skima fyrir þeim einstaklingum sem gætu átt það á hættu að glíma við lestrarerfiðleika síðar meir. Prófið metur mál- og hljóðkerfisvitund barna og er ætlast til að það sé lagt fyrir að hausti, fyrir elsta árgang leikskólans. Fjöldi rannsókn...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Berta Sandholt 1991-
Other Authors: Háskóli Íslands
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2019
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/34171
Description
Summary:Flestir leikskólar landsins nota prófið HLJÓM-2 til þess að skima fyrir þeim einstaklingum sem gætu átt það á hættu að glíma við lestrarerfiðleika síðar meir. Prófið metur mál- og hljóðkerfisvitund barna og er ætlast til að það sé lagt fyrir að hausti, fyrir elsta árgang leikskólans. Fjöldi rannsókna hefur sýnt fram á að málþekking barna við upphaf grunnskólagöngu skiptir máli en þau börn sem hafa slaka mál- og hljóðkerfisvitund eftir fimm ára aldur eru líkleg til að halda áfram að vera slök út grunnskólagönguna. Samkvæmt rannsóknum hérlendis virðist slakur árangur á HLJÓM-2 ekki einungis hafa forspárgildi um slakan árangur í lestri og námi heldur einnig um slæma líðan og neikvæða reynslu einstaklinga af skólagöngunni. Fræðimenn hafa komist að því að hægt er að hafa áhrif á málþroska barna með því að grípa inn í með markvissri þjálfun snemma á lífsleiðinni en þá er heilinn hvað móttækilegastur fyrir þjálfun. Þannig hefur þjálfun mál- og hljóðkerfisvitundar reynst árangursrík á þessu skeiði en hún getur dregið úr eða komið í veg fyrir lestrarerfiðleika. Markmiðið með þessu verkefni er að setja saman kennsluáætlun með leiðbeiningum sem starfsmenn í leikskólum geta notað til að þjálfa mál- og hljóðkerfisvitund barna. Efnið er sett upp sem 20 kennslustundir og eru þær hugsaðar sem íhlutun fyrir þau börn er mælast með slaka færni á HLJÓM-2 að hausti. Verkefnin byggja á eldra efni en áhersla er lögð á að þau séu einföld, auðveld í notkun og aðgengileg. Það er ósk höfundar að kennsluáætlun þessi verði öflugt verkfæri fyrir starfsmenn í leikskóla og eigi þátt í því að draga úr eða koma í veg fyrir að börn með slaka mál- og hljóðkerfisvitund þurfi að glíma við lestrar- og námserfiðleika síðar á skólagöngunni. Most kindergartens in Iceland use the HLJÓM-2 test to screen for individuals that might be at risk of dealing with reading difficulties later in their lifetime. The test evaluates the language and phonological awareness of children and is supposed to be used at the beginning of students’ last year of kindergarten. ...